18.4.2008 | 19:43
I'm a live.....
Já bara svo þið vitið þá er ég lífi þrátt fyrir bloggleti undanfarnar vikur Það er bara búið að vera svo mikið að gerast í mínu lífi auk þess sem tölvan mín er í verkfalli. Ég er búin að vera að læra á nýja starfið, sinna börnum og heimili, mikið að gera í félagsstörfum sem er bara skemmtilegt, auk þess sem ég er í svo mikilli sjálfsræktarvinnu Minni datt það bara í hug enn og aftur að skella sér í sporin 12 og er ég á fullu í því fyrsta, frábær vinna sem gefur manni svo svo svo mikið. Mér finnst að 12 spora kerfið eigi að vera inni á aðalnámskrá Lífið gæti ekki verið betra. Jú reyndar mætti bíllinn minn og tölvan vera aðeins betri, bílnum mínum datt það í hug síðasta föstudag að ákveða að nú væri kominn tími á smá vesen og hitaði sig í botn í miðjum Þrengslum ég sem þoli ekki bilaða bíla, mín komst að kaffistofunni og heim, síðan tók vandamálapakki mánðarins, ég sem er í fyrsta sporinu sem er að greina vanmátt og stjórnleysi þannig að ég hafði nóg að skrifa um. Bílnum var ekki batnað daginn eftir eins og ég hafði verið að vona þannig að það var ekki um annað að ræða en að fara með hann á verkstæði, þar fékk ég það í gegn að hann yrði tekinn en, to tre Nota sjarmann skiluru.... en þetta var tímareim, vatnslás og Guð má vita hvað, það er nefnilega líklega hægt að telja mér alla skapaða hluti í trú með bíla, hvort sem það varðar dekk eða vélar Ég fékk að vita það um daginn að dekkin sem ég hélt að væru heilsársdekk eins og mér var sagt eru SUMARDEKK, er það þá nokkur furða að ég hafi verið eins og belja á svelli í allan vetur og föst hér og þar (þótt vissulega hafi það nú verið voða gaman að fá hjálp frá hinum og þessum myndarmönnum) En nú er komið sumar þannig að ég ætti að geta notast við þessi dekk þá en líklega fæ ég mér samt nagla næsta vetur.
Annars er það ferming um næstu helgi, stráksi orðinn smá spenntur og mín enn spenntari, er í yngingarmeðferð þessa dagana því það er eitthvað svo stórt skref að fara að ferma. Fór í bótox og magastrekkingu í dag og svo eru það neglur, tátog, rass og lærameðferð á morgun, og hinn er það vax og brunkumeðferð hahah nei segi svona en það verður að minnsta kosti strípur, klipping og litun og plokkun. Geri einnig fastlega ráð fyrir því að ég splæsi eins og í eina fermingarskó (fyrir mig þ.e.a.s hann er búinn að fá sína) jú og kannski eins og einn kjól líka og kannski smá glingur.
Jæja Guð blessi ykkur
knús knús Sædís
Jamm og já
Athugasemdir
Ojá!! Hvað ætli maður þurfi og geti vitað allt um bíla Nagladekk.. sumardekk.. já sannarlega eitthvað árstíðarbundið!!
Já það er sannarlega gaman að standa í fermingar undirbúning.. njóttu þess í botn.. þetta er eitt af mörgu sem viðkemur börnunum okkar.. líður allt of fljótt.. og kemur aldrei aftur
Addý systir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.