18.3.2008 | 22:00
Páskar framundan...
Þá eru blessuðu páskarnir framundan. Mín búin að kaupa egg handa krökkunum og viti menn ég keypti mér EKKERT sjálf Nú skal standast freistingarnar, eða svona að reyna það, humm, reyndar er ég samt búin að borða svona "mini" egg en þau eru nú svo litil að það tekur því nú ekki að tala um þau Það er svo gaman alltaf af þessum málsháttum oft.
Það er nú voða skrýtið að vera ekki komin í páskafrí eins og undanfarin ár í kennslunni, en það er bara svo rosalega gaman í nýju vinnunni að mér finnst það bara ekkert mál að vera að vinna Guð er sko að mæta mér á öllum sviðum þessa dagana, vinnan frábær, frábært í einkalífinu, ég hef enn náð að halda þessum 17.5 kílóum í burtu og ætla mér það áfram, tekist að halda þvottaskýmslinu niðri, tók til í skúrnum í dag, búin að grilla einu sinni á þessu vori og bara rosa dugleg í prógramminu Allt að gerast bara, sweet live ef svo má að orði komast.
Annars eru tvær fermingar á skírdag sem við erum að fara í, ein í Borgarnesi og ein á Selfossi. Fermingarundirbúningur á þessu heimili gengur bara nokkuð vel, búin að skipuleggja þetta allt í huganum, ýmsir smáhlutir komnir og svo kemur hitt bara smátt og smátt
Jæja best að fara að svæfa skvísuna mína
knús knús og Guð blessi ykkur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.