12.2.2008 | 22:58
Hversu lengi eigum við að láta bjóða okkur þetta????
Þetta er alltaf að verða alvarlegra og alvarlegra með þetta okur á bensíni og olíu hér á landi. Hversu langt eiga þessir olíurisar að komast með að seilast ofan í vasa landsmanna.
Málið að við erum bara svo vanmáttug gagnvart þessu svínaríi, oliufélögin fá á sig dóm um að greiða sekt vegna samráðs og hvað gerist??? jú þeir hækka bara enn og aftur verðið. Alltaf eru það landsmenn sem þurfa að borga brúsann.
Við erum of háð bílnum, veðrið oft á tíðum gerir það að verkum að fólk þarf að fara frekar á bíl í stað þess að hjóla auk þess sem langar vegalengdir koma oft á tíðum í veg fyrir að fólk geti gengið eða hjólað til vinnu eða skóla. Ég persónulega er mjög háð þessu farartæki þótt ég glöð vildi geta ferðast meira á tveimur jafnfljótum eða hjóli. Ég sæki vinnu það langt frá mínu heimili að það gengur ekki upp að ætla að ganga, auk þess sem að maður fer ekki langt gangandi eins og veðrið hefur leikið okkur undanfarna mánuði. En ég mun svo sannarlega reyna að nota þá frábæru þjónustu sem upp er komin hér í Árborg þ.e.a.s strætó á milli byggðarlaga þegar ég kem því við og í sumar mun ég svo sannarlega gripa til minna jafnfljótu.
Ég hvet samt alla sem þess eiga kost að ganga eða nota strætó sem mest og spara bílinn eins og unnt er bæði sökum minni mengunnar fyrir vikið og til að reyna á einhvern hátt að mótmæla skammarlegum álögum á bifreiðareigendur.
Við verðum að fara að sýna að nú sé okkur nóg boðið á einhvern hátt, hvernig sem við förum að því.
Eldsneyti hækkar mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður get ég ekki tekið þátt í þessu, er háð bílnum heilsunnar vegna, en ég er hrædd um að enginn nenni að gera neitt í þessu.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 23:26
Það er nefnilega málið Ásdís, það eru svo margir háðir bílnum og svo er ég sammála þér að fólk nennir held ég ekki að gera eitthvað róttækt, bara tala um hlutina og svo ekki meir.
Sædís Ósk Harðardóttir, 12.2.2008 kl. 23:30
Smá kenning um hvers vegna það er aldrei gert neitt í þessu. Fleiri en einn þáttur, að vísu.
1. Íslendingar hafa aldrei og munu aldrei berjast fyrir einu eða neinu, né gera nokkuð of róttækt fyrir stjórnvöld vegna eins eða neins. 90% fólksins tuðar yfir því að enginn geri neitt og ef hin 10 prósentin raunverulega gera eitthvað, þá verða þau skömmuð af 90% fólksins fyrir að vera róttækir öfgamenn. Gott dæmi er Saving Iceland... allir rosa reiðir yfir Kárahnjúkum og nánast öll gagnrýni á þjóðina sú að enginn "geri eitthvað", en svo eru allir líka á móti "öfgum", þ.e. því að "gera eitthvað". Það eina sem er hægt að "gera" án þess að búa til vandamál og vesen (og þ.a.l. verða "öfgamaður") er að væla og tuða yfir vandamálunum þannig að baráttan er háð með tveimur gjörsamlega gagnslausum aðferðum. Þess vegna gerist aldrei neitt, það er vegna þess að við getum ekkert gert í þessu. Það er alveg sama hvað við gerum, við erum annaðhvort vælandi aumingjar eða róttækir öfgasinnar. Mér dettur allavega ekkert í hug sem hægt er að gera sem ekki fellur í annan málaflokkinn, en er heldur betur opinn fyrir hugmyndum. ;)
2. Íslendingar sem eru hvað reiðastir yfir þessu, eru einmitt þeir sem nota síst strætó og fætur til ferða, þ.e. fólkið sem metur þægindin við bílaeign hvað mest, lendir verst í þessu. Fólk sem metur þægindi minna keyrir einfaldlega minna, en fólkið sem metur þægindin meira gerir ekkert róttækt í þessu vegna þess að það... metur þægindin of mikils. Þar sem það er ekki þægilegt á neinn hátt að "gera eitthvað í þessu", er hópurinn sem lendir verst í bensínverðhækkunum sá og hinn sami sem er allra ólíklegastur til að raunverulega hafa kjark til að "gera eitthvað", hvað svosem það á síðan að vera.
Af óhagganlegum efnahagslegum ástæðum mun ástandið síðan aldrei nokkurn tíma skána. Olía er ekki endurnýtanleg auðlind og mun halda áfram að hækka í verði þar til hún verður of dýr til að borga sig. Það er óhjákvæmileg, efnahagsleg staðreynd. Það er ekki einu sinni spurning um hvenær það gerist... það er að gerast og hefur verið að gerast í dágóðan tíma núna. Við erum háð orkugjafa sem við höfum ekki nógu mikið af. Þetta er ekki bara græðgi olíufyrirtækjanna, þó að auðvitað afsaki ekkert samráðið.
Bara mínir tveir aurar, engin gagnrýni á greinarhöfund. :)
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:16
Mér finnst lágmark að Ríkið dragi úr skattlagningunni á bensínið
Guðrún Sæmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 13:29
já rétt er það Guðrún mín. ef ríkið draga úr skatti þá væri bensínið læra
Guð blessi ríkið
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 13.2.2008 kl. 22:53
OLÍUFÉLÖGIN EIGA AÐ GERA ÞAÐ SEM BOÐAÐ ER Í LÖGUM OG LÝSA SIG GJALDÞROTA Miðað við þau málaferli sem að eru í gangi gegn gömlu olíufélögunum ( og þessu með nýja nafnið; Esso sáluga, nú N1). Þá stefna þau í gjaldþrot. Vegna þess að nú eru stórfyrirtæki, ríkið, sjávarútvegsfyritæki, flugfélög og önnur samgöngufyrirtæki sem og bæjarfélög að lögsækja þau öll fyrir ólöglegt samráðið og munu bótagreiðslur væntanlega nema milljörðum. HVER verður látinn borga ? Það erum við öll sem verslum við þau sem munum verða látin borga. Enda koma rekstrartekjurnar frá okkur. Þeir munu halda áfram að hækka verð og minnka þjónustu til þess að geta greitt fyrir gamlar syndir. Það er alvarlegur hlutur ef að þau komast upp með að hækka verðið og láta viðskiptavini halda þessum félögum á floti. Það er óréttlátt að félögin starfi áfram og láti okkur borga fyrir samráðið og svo má ekki gleyma því að þeirra vörur eru inn í neysluvísitölunni sem að hefur þar með áhrif á það að verðbólgan og þar með gamal góða verðtryggingin mun hækka. Skv. lögum um gjaldþrotaskipti þá eru miklar líkur á að þeir fullnægi lögum frá 1991 nr. 21 26. mars XI. kafli. um upphaf gjaldþrotaskipta. 64. gr. Sé svo, þá ber þeim að láta lýsa félögin gjaldþrota. Reyndar held ég að það væri tilvalið fyrir okkur hin á skerinu og jafnvel má segja að annað sé siðlaust.
Eggert (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.