8.2.2008 | 23:59
Þrumur og eldingar
Það var svo sannarlega upplýstur himinninn i kvöld. Skemmtilegt og fallegt að fylgjast með þessum glæringum út um gluggann.
Krafturinn sem býr í þessum eldingum og þrumum er mikill. Veðrið er enn frekar ofsafengið og gerir það að verkum að mörg plön breytast. Ég ætlaði að eyða helginni í bústað með krökkunum mínum í slökun og heitum potti en máttur veðursins þá Guðs er meiri en máttur okkar mannanna og því varð ég að lúffa og fá að færa ferðina þar til síðar. Sem reyndar var mjög gott því mér sýnist mér hafa verið ætlað annað hlutverk þessa helgi en að liggja í heitum potti í kennarabústað á Flúðum. Þannig að ég er bara nokkuð sátt við þetta Ég fór í smá bíltúr niður að "bryggju" fyrr í kvöld til að sjá hvort það væri nokkuð farið að flæða yfir garðana en það var ekki komið svo langt en hver veit hvað gerist síðar í nótt.
Björgunarsveitarmenn eru enn að vinna mikla vinnu og eru alltaf jafn skjótir og duglegir að sinna útköllum. Það hefur mætt mikið á þessum óeigingjörnu mönnum síðustu mánuði, desember var eins og flestir muna erfiður veðurfarslega og mikið um útköll þá þannig að þetta er búið að vera mjög mikið sl. mánuði. Þeir eiga svo sannarlega hrós skilið.
Björgunarsveitarmenn á Selfossi hafa staðið í ströngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
vúfs, ruslpóstsían tók mig algerlega í gegn.
Hvað um það, langar til þess að hafa þetta gott. Pólitíkun er núna pínu vond. Hringdu í miog! 8687657 Bros Binni
Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 02:14
ha ha ha já finnst þér hún vond Benóný minn, frjálslyndir gætu nú gert heilmikið til að laga það ekki satt þú bjallar í Ólaf og færð hann til að bakka bara úr þessu
Sædís Ósk Harðardóttir, 9.2.2008 kl. 10:02
Já, það var flott að sjá eldingarnar !! Verst að ég heyrði ekkert í þrumum útaf hávaðanum í rokinu :-)
Íris Ásdísardóttir, 10.2.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.