4.2.2008 | 22:32
Hversu sjálfhverfir geta sumir menn verið.....
.... já það á ekki af einni vinkonu minni að ganga. Hún eins og svo margar konur í okkar sporum hefur ekki verið sú heppnasta í ástarlífinu. Hún var nú samt búin að eiga koddafélaga eða vin ( eftir því hvað ber að kalla þetta sambandsleysi þeirra) í þrjú ár eða um það bil. Hún bjó í sínu húsi með sínum tveimur sonum, myndarleg kona sem á allt það besta skilið og fékk að heyra það hjá okkur vinkonunum að hún ætti nú að losa sig við þennan "kærasta" þar sem að hann var ekki mikið að hugsa um hennar hagi, heldur frekar að okkar mati að hugsa um sig sjálfan. Nóg um það, ekki hlustaði hún á ráð okkar vinkvennana en aðstæður breyttust samt þannig að hún sleit þessu "sambandi" okkur og henni síðar til mikils léttis. Núna nýlega sagði hún mér frá því að þessi svo kallaði kærasti hafi farið fram á að hún greiddi bensínkostnað með honum þar sem hann þurfti að keyra rúma 30 km fram og til baka til að koma til hennar í heimsókn. Ég átti ekki til orð, hvar er stolt sumra manna. Þarna er maður um 40 ára að koma að heimsækja vinkonu, kærustu sína eða hvað sem ber að kalla þetta. Honum fannst of mikils til þess ætlast að hann yrði einn að standa undir kostnaði við að koma sér á milli staða. Ekki var hann samt að bjóða henni að heimsækja sig, líklega þar sem hann bjó í foreldrahúsum og hafði því ekki aðstöðu til að bjóða dömunni "sinni" heim. Úff segi ég bara, hvað er eiginlega að verða um menn í dag En ég er voða stolt af þessari vinkonu minni í dag þvi hún hefur svo sannarlega staðið sig vel í því sem hún er að taka sér fyrir hendur, ein og óstudd með sín börn.
Athugasemdir
Jahérna hér, það er ótrúlegt hvað sumu fólki dettur í hug - og ætlast til að aðrir taki þátt í fíflagangnum með sér
......................, 7.2.2008 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.