4.2.2008 | 21:38
Bolludagur...
Úff það er ekki vænlegur dagur í dag í öllu þessu bolluáti ég hugsa að ég líti ekkert á vigtina í dag... á morgun er svo sprengidagur og þá treður maður í sig saltketi og baunum eins og maður fái borgað fyrir það Þannig að á miðvikudaginn er best að taka á því á ný og hefja föstu bara. Reyndar er furðufatadagur í skólanum þá, kannski maður taki bara fram Silvíu Nætur búninginn á ný eða hippajúníformið frá því á hippahátíðinni hér um árið
Annars er ég veik þessa dagana að skoða sólarlandsferðir fyrir sumarið Kannski best að fara að finna sér betur launaðari vinnu svo maður hafi efni á að gera eitthvað skemmtilegt.
Stjörnuspáin er ansi skondin í dag: Vertu varkár þegar þú segir að eitthvað muni aldrei gerast. Í dag gerast hlutinir sem vanalega gerast aldrei. Einstæðir finna ástina með því að leyfa henni að koma. Já svona hljómar krabbinn í dag. Já hver veit nema maður leyfi ástinni bara að koma, það er bara að finna hana fyrst ekki satt En ég hef fulla trú á að það gerist fljótt. Jamm ég er þess fullviss að allt sé á uppleið hjá mér, hvort sem það er tekjulega (veraldlega) tilfinnignalega og líkamlega, finn það bara
Já það er best að vera jákvæður og fullviss að Hann muni fyrir mér sjá
Guð blessi ykkur
knús Sædís
Athugasemdir
já Guð er góður ég er að fá bænasvar þessar dagana sem er gott mér líður vel
þetta er búinn að vera bestu dagur í mínu lífi í dag og ég er þaklátu fyrir Guð
GUð er góður og ég elska Hann og Jesús.
Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 4.2.2008 kl. 22:21
Já Guð er góður og það er svo frábært að fá bænasvar Gulli Dóri
Sædís Ósk Harðardóttir, 4.2.2008 kl. 22:36
Finnst þér þú hafa seguláhrif!!!aðdráttarafl þitt er í hámarki núna. Þú getur notað áhrif þín til að hitta einhvern sem þú elskar... Svona hljómaði bogmaðurinn... og hvað segja þessar spár okkur???
maltex (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.