28.12.2007 | 23:30
sambönd- hvenær er samband samband?
Sambönd eru rosa mismunandi eins og þau eru mörg. Ég hef verið að íhuga þetta hugtak svolitið líka í ljósi þess að ég er ein og er svolítið að skoða þetta form, þ.e sambandið. Hvenær er samband orðið samband??
Vinkona mín er nefnilega í þessum sporum. Hún er nýbúin að kynnast mannig og er spennt fyrir honum. Hún er hins vegar í þeim vanda stödd núna að þau eru búin að hittast í nokkur skipti en hún veit ekki hvort þetta sé orðið samband eða ekki? Hún á líka mjög erfitt með að treysta fólki og er oft full af vantrú á karlmenn. Er hrædd um að hann sé kannski í fleiri svona "vinasamböndum" Hrædd við höfnun og þess háttar.
Þá er það stóra spurningin, hvenær verður samband að sambandi??? Þetta er áhugaverð pæling finnst mér. Annar aðilinn vill kannski samband, hinn vill kannski bara vináttu eða vináttu og kynlíf. Hver ákeður hvað, hver hefur frumkvæðið. Er samband orðið samband eftir 1, 2 eða 3 stefnumót? Eða þegar þau hafa sofið saman í 1, 2 eða 3 skipti? Hún er að minnsta kosti ráðvilt og var að spyrja mig um þetta og þar sem að ég er voða græn i þessu eitthvað, komin úr allri þjálfun greinilega. Ég sagði henni að vera þolinmóð og biðja Guð um ráð og að fylgja sér í þessu, en hún er óþolinmóð persóna og fer sínar leiðir oft þótt henni sé bent á annað.
Þannig að spurning dagsins er, hvenær er samband orðið að sambandi?? Hvenær hættir vinátta að vera vinátta og breytast i samband?
Athugasemdir
Um þetta gilda engar reglur. Áhugaverðar pælingar!
Lýður Pálsson, 28.12.2007 kl. 23:50
það væri kannski spurning að hafa reglur í þessu, það myndi auðvelda svo margt
Sædís Ósk Harðardóttir, 28.12.2007 kl. 23:54
já góð spurning. en á ekki svar bara láta þetta í hendur Guðs
Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 29.12.2007 kl. 01:41
Hún verður bara að segja manninum að það verði ekkert meira stungið í samband nema um samand sé að ræða! það er eina samningatæknin sem virkar á okkur karlmenn.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 13:54
hahha góður punktur Gullvagn
Sædís Ósk Harðardóttir, 29.12.2007 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.