9.12.2007 | 12:41
15 dagar til jóla
Aðventan er alltaf svo notalegur og kósý tími eins og ég er víst alltaf að tönglast á. Jólatónleikar Fíladelfíu voru stórkostlegir og ég get ekki beðið eftir að horfa á þá á aðfangadagskvöld.
Einhvern veginn er ég alveg blessunarlega laus við allt jólastress, ég er búin að sjá það að sama hvað maður streðar við að gera fínt fyrir jólin og stundum allt í einu stress kasti þá koma bara þessi blessuð jól Ég ákvað það í nóvember að nú skyldi ég njóta aðventunnar við að gera bara það sem mig og krökkunum langar til að gera Ég ætla meira að segja að baka kannski eina tvær smákökutegundir, þar sem ég hef látið Frón um það sl. ár.
Ég og krakkarnir erum að fara á jólahlaðborð á eftir í Skíðaskálanum eins og undanfarin jól með Brynhildi, Eggerti og Æsu og verður það efalaust rosa notalegt, reyndar förum við fyrst í 60 ára afmæli hjá Völu frænku þannig að vigtin á eftir að bregaðst harkalega við á morgun, ég sem er búin að missa núna 13 kíló Annars fór ég út að borða í gær líka og á kaffihúsarölt í Árborg
Á miðvikudaginn er svo jólafundur hjá VG í Árborg þar sem meðal annasr verður lesið úr nýjum bókum, ávörp og huggeleghed Allir velkomnir sjá nánar á www.vgarborg.is
jæja best að halda áfram því sem ég var að áður en ég gleymdi mér í tölvunni.
Guð blessi ykkur
Athugasemdir
Hæ frænka, bara svona rétt að kvitta fyrir komuna Svo spyr ég bara eins og fávís karlmaður.......hvar gastu farið á kaffihúsarölt í Árborg????
kær kveðja
Sandra Dís
Sandra Dís (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 11:19
Þú ert klárlega í hárréttum jólagír Sædís, svona á að fara að þessu bara njóta þessa árstíma
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.12.2007 kl. 11:50
hahahah er það nema von að þú spyrir elsku frænka en það var kaffi krús, Rauða húsið og kaffihús stokkseyringa
Sædís Ósk Harðardóttir, 10.12.2007 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.