Skjálftar

Það má segja að það hristist nokkuð undir manni jörðin í kvöld.  Ég sat í makindum mínum við eldhúsborðið þegar ég fann smá titring, hélt reyndar að þetta væri bara þvottavélin að hamast en þegar ég sá síðan á netinu í kvöld að þetta hafi verið skjálfti tengdi ég þetta saman.

Annars falla svona minni skjálftar í skuggann af skjálftunum hér um árið 2000.  Ég man 17. júni þegar stóri kom þá, þá var ég og minn fyrrverandi að fara í brúðkaup hjá vinafólki.  Við vorum að ganga í næsta hús til vina okkar þegar jörðin skyndilega byrjaði öll að ganga til, upp  og niður.  Ég hélt svei mér að ég væri að fá eitthvað svimakast eða þar af verra.  Þangað til að vinur okkar kom hlaupandi út úr húsinu og spurði hvort við hefðum fundið skjáltann?  Mér létti stórum þar sem ég vissi að ég væri þá nokkuð heil heilsuTounge  Brúðkaupið var ansi titrandi eins og gefur að skilja þar sem nokkuð margir eftirskálftar urðu þennan dag, þessi dagur rennur víst vinum mínum seint úr minni. Þann 21. kom síðan annar svona stór skjálfti, þá var ég komin upp í rúm og ætlaði að fara að sofa þegar allt fór skyndilega að hristast á fullu, ég var í timburhúsi og veggirnir dúuðu til hægri og vinstri, frekar skrýtin tilfinning.  Þannig að nú er bara að sjá hvort þessir litlu skjálftar verið að einhverjum stærri og meiri skjálftumShocking


mbl.is Skjálftahrinan á Selfossi ekki talin fyrirboði um stærri skjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband