14.11.2007 | 11:43
Rólegt og rómantískt.....
Ég er í einhverjum rómó gír í dag, sit út í skóla, sem kannski er ekki beint rómó umhverfi. En það er nú hægt að hafa það notalegt hvar sem er, ekki satt?? Er að færa inn námsmat og fara yfir verkefni og próf. Búin að kveikja á kerti og er ýmist með Ragnheið Gröndal í spilaranum að syngja ást og með þér á milli þess sem ég set GIGG í spilarann og hlusta aftur og aftur á Haleljua, vá hvað það er fallegt lag. Það hlýtur að hafa mjög góð áhrif á námsmatið hjá mér Það er lika bara svo gott að sitja, vinna og hlusta á fallega tónlist og leyfa jákvæðum áhrifum streyma inn í huga og hjarta ekki satt????
Annars er rosa freistandi á þessum árstíma að fara í bústað eina helgi, taka með góðan mat, góða diska bæði fjöruga og soaking diska og bara hugleiða og slaka á heila helgi, kveikja á fullt af kertum, fara í pottinn, lesa, fara í göngu, sóka og biðja. Sitja úti um kvöldið og horfa á stjörnubjartan himininn, ég tala nú ekki um ef maður færi með einhverjum sem tæki þátt í þessu með manni kemur kannski að því einhvern tímann
Annars er ég ekkert smá spennt fyrir helginni, eins og lítið barn að bíða eftir jólunum. Það er svo magnað mót í Kotinu alla helgina og ég búin að fá pössun að öllu óbreyttu þannig að ég get ekki beðið eftir því að sjá hvað Hann ætlar að gera þess helgi. Það er rosa mikil þátttaka í þessu móti þannig að þetta verður alveg magnað víhí ég er svo hyper spennt..... er einhver af ykkur sem þetta lesið að fara? Ef svo er eruð þið ekki spennt
Jæja best að halda áfram að meta krílin mín.
Guð blessi ykkur
knús Sædís
Athugasemdir
Já Það er nokkuð ljóst að krafturinn verður í Fljótshlíð um helgina það er alveg á hreinu enda er þetta magnaður staður að vera á og tala nú ekki um þegar 300 manns verða þarna í stuði.. annsi margir sem eru að fara þangað sem ég þekki en ég mun verða að lúffa þessu enda er orðið yfirfullt þar..aldrei að vita nema maður skreppi dagsferð ef heimildir fyrir því að það sé hægt að kaupa sér dagleyfi þarna :) en góða skemmtun það verður svaka fjör þarna.. kv G
Gísli Torfi, 14.11.2007 kl. 21:12
Já það er rétt Gísli, það verða samkomur á kvöldin og einhverjir sem ég þekki ætla að keyra á milli og ekki því gista þar sem gistingin er orðin full. Þetta verður magnað og má enginn missa af þessu
Sædís Ósk Harðardóttir, 14.11.2007 kl. 21:31
Hvaða mót er þetta sem þú ert að fara á ?? En góða skemmtun og segðu mér nú hvar ég fæ þetta lag sem þú ert að tala um, Haleluja. Ef þetta er sama lag og ég held þá algjörlega elska ég það en veit ekki hver syngur þetta eða neitt :-)
Íris Ásdísardóttir, 14.11.2007 kl. 23:09
Innlitskvitt á þig mín kæra. Ég kem á næsta fund, hlakka til að sjá þig. Hafðu það gott um helgina.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 00:50
Íris þetta er mót í Kirkjulækjarkoti, lagið er sama lag og leonard Coen (held skrifað svona söng, en hér er það í ísl. útgáfu rosalega magnað:)
Ásdís, já hlakka til að sjá þig á fundinum, gott þú getur komið:)
Sædís Ósk Harðardóttir, 15.11.2007 kl. 07:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.