11.11.2007 | 09:37
Frábær dagur...
Já þessi dagur mun verða góður og dagurinn í gær var magnaður. Fór í gönguna með krakkana og vinum mínum og þetta var ótrúlegt alveg, tónleikarnir voru líka frábærir, samkristilegir hópar að koma saman og syngja og fl. Þetta var æðisleg stund í alla staði. Takk fyrir þetta þið sem stóðuð að þessu öllu.
Ég kom heim seint og síðar meir í gær og þá átti ég eftir að undirbúa afmælið fyrir Hörð kallinn minn sem varð 12 ára í gær var samt að farast í skrýtunum verk í vinstri hendinni, gat ekki hreyft hana, eins og það væri klemmd taug eða eitthvað, voða skrýtið eitthvað, bara ekkert smá sárt verð ég að segja, gat varla keyrt bílinn heim þ.e tekið beygjur.... humm allt svona pirrar mig frekar mikið því þetta er ekkert smá mikill sársauki og að ætla að sofa svona í nótt var frekar vont.. úff ég er nú ekki vön að kvarta og kveina hér. Bað fyrir þessu því það var það eina í stöðunni. Náði þá að útbúar einar 4 tertur og þrjá brauðrétti þannig að það verður nú eitthvað á boðstólnum í dag Matardagbókin verður nú ekki beisin þessa dagana... en það verður tekið á því á morgun.
Núna ætla ég að fara að hafa mig til, þrífa kannski smá og skella mér svo á samkomu.
Megið þið eiga góðan og blessaðan dag
Athugasemdir
Til hamingju með strákinn... ið Heba eigið þá börn fædd sama dag !
Linda Lea Bogadóttir, 12.11.2007 kl. 10:48
Hæ Sædís :) vorum við ekki uppí Koti um daginn .. kannast við þig :) eigðu góðann dag.. en núna er það fótbolti sem kallar og svo ALFA eftir það... það munar ekki um það hvað þú ert félgslynd ..ert í öllum nefndum og störfum þarna suðurfrá :) gott hjá þér... kv Gísli Torfi
Gísli Torfi, 13.11.2007 kl. 15:37
Takk:)
Jú það er satt Gísli:) frábær helgi og mikið starf hjá heilögum anda þar:)
Sædís Ósk Harðardóttir, 14.11.2007 kl. 00:34
Já er það Linda:) hver er það hjá Hebu sem á afmæli þennan dag?
Sædís Ósk Harðardóttir, 14.11.2007 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.