Matardagbók og fleira

Merkilegt hvað það er gott að halda matardagbók, ég hefði fyrir einhverju sinni ekki getað skráð allt svona samviskusamlega en núna sé ég hvað þetta gerir mér gott.  Elskan hún Berglind fer svo samviskusamlega yfir hana 2x í viku og strikar óhrædd yfir það sem er bannað að borða.   Ég hef komist að einu í sambandi við þetta en það er að ég gæti verið öndShocking Brauð og aftur brauð, það er minn veikleiki þessa dagana, kannist þið við þetta nýbakað gott brauð með góðu viðbiti á eða öðru???? úfff ég á auðveldara með að standast sykur og súkkulaði en brauðið.  Ef ég mætti ráða þá væri ég eins og vaggandi önd með fullan maga af brauði, samt voða krúttleg önd á háhæluðum skóm og svonaWhistling

En þegar maður er í svona híper átaki og er að koma boddíunu í gott lag dugir ekkert hálfkák eins og segir á góðum stað, mataræði, hreyfing og rétt hugsun, hafa Hann með sér er það sem gildir.  Og þegar maður ætlar að verða svona mikil skvísa þá er nú vissara að hafa þetta allt í ordenTounge 

Já þetta er ekki alltaf auðvelt en beuty is painLoL hhhahaha segi svona

jæja best að fara að sofa

Guð blessi ykkur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Já frænka, bjútí er pein...

Ég hætti að borða brauð, mjólkurvörur, nammi og drekka gos... líka diet...   Held að þessi 13 sem af mér eru farin séu eingöngu vegna þess...
Borða reyndar brauð á föstudögum.. en þá bara 2-3 sneiðar með túnfisksalati, osti og öðru gúmmelaði sem mér þykir gott.

Gangi þér vel í átakinu áfram...  

Linda Lea Bogadóttir, 10.11.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband