Hjartanlega sammála þeim...

Flott að heyra þessa áskorun hjá hjúkrunarfræðingum.  Algjörlega sammála þeim.  Ég segi bara eins og ég segi hér neðar á blogginu að áfengi á ekki heima að mínu mati í matvöruverslunum.

eins og kemur fram í ályktuninni:

Áfengisvandinn er vaxandi heilbrigðisvandamál hér á landi og kostnaður samfélagsins vegna hans fer vaxandi. Í gögnum frá Lýðheilsustöð kemur fram að áætlaður heildarkostnaður þjóða af völdum áfengisneyslu sé á bilinu 1-3% af þjóðarframleiðslu. Áfengi hefur neikvæð áhrif á fjölda sjúkdóma, er oft orsakaþáttur í slysum og getur haft veruleg neikvæð samfélagsleg áhrif. Áfengisneysla á meðgöngu hefur skaðleg áhrif á þroska barnsins og síðar á fullorðinsárum. Rannsóknir hafa sýnt að samband er á milli aðgengis að áfengi og neyslu. Aukið aðgengi að áfengi mun án efa leiða til aukinnar áfengisneyslu unglinga og annarra einstaklinga í áhættuhópum

Vonandi sér meirihluti þingmanna þetta í réttu ljósi og greiðir atkvæði gegn þessu frumvarpi.


mbl.is Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Því miður eru óreyndir ábyrgðarlausir aðilar á Alþingi að reyna að koma fram frumvarpi sem almenningur er á móti, sem mun aðeins leiða af sér aukna drykkju,

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 7.11.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega sammála þessum mótmælum. 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 00:54

3 identicon

      SAMMÁLA.   SVO mörg eru þau ORÐ.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband