4.11.2007 | 21:36
Mögnuð helgi
Já það má sko sannarlega segja að þessi helgi sé búin að vera frábær í alla staði. Fór á skemmtilega samkomu í bænum á föstudaginn sem var í umsjón unga fólksins. Flottur fyrirlestur hjá Tony Fitzgerald. Á laugardaginn var yndisleg stund hjá Jesú konum á Selfossi þar sem við hittumst alltaf fysta laugardag í hverjum mánuði frá kl. 10-12. fór svo að vinna eftir hádegi og svo á stórflotta tónleika um kvöldið með Shelu vinkonu í morgun var svo virkilega góður fundur í al-anon og var 11. sporið til umræðu, það er svo fráæbært viðhaldsspor, tekur á þvi hvernig maður stundar prógrammið áfram og viðheldur sambandi sínu við æðri mátt. Síðan var samkoma þar sem ég tók skírn ótrúlega magnað og ég á eiginlega ekki orð til að lýsa því. www.selfossgospel.is Alfahópurinn kom síðan upp, söng og vitnaði frá sl. helgi Fór síðan í bæinn seinni partinn þar sem ég fór með krakkana í búðir og haldið þið að það sé ekki bara búið að skreyta Kringluna og allt orðið fullt af jóladóti í búðum.... svoldið snemmt finnst mér ég keypti samt jólakort, ætla ekki að föndra þau í ár baka kannski bara í staðinn fyrir jólin. Fórum svo á samkomu og svo á KFC þar sem ég hélt upp á daginn með uppáháldinu mínu kjúklingaborgara og meðlæti veit ekki alveg hvað Berglind segir við því í matardagbókinni minni en ÉG ÁTTI það svo sannarlega skilið í dag
Næturvaktin var frábær í kvöld, Jón Gnarr fór á kostum eins og alltaf. ÉG lá í kasti með krökkunum yfir þessum þætti, þvílík týpa sem hannleikur svo og Pétur Jóhann
SVo bara vinnuvika framundan og afmæli hjá Herði mínum næstu helgi 12 ára gamall kallinn, þannig að það verður pizzupartý á föstudaginn fyrir vinina hans.
Jæja Guð blessi ykkur
knús Sædís
Athugasemdir
Takk Svana mín
Sædís Ósk Harðardóttir, 4.11.2007 kl. 23:54
Enn of aftur til hamingju með skírnina í dag, það var yndislegt að hlusta á þig og fá að fylgjast með þér
Kveðja Stebba Þóra
Stebba Þóra (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 00:56
Takk Stebba mín, já þetta var frábær stund
Sædís Ósk Harðardóttir, 5.11.2007 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.