Jól í skógkassa

Ég sá þetta á síðu hjá Guðrúnu Sæmundsdóttur og ákvað að setja það hér lika til áminningarSmile

Jól í skókassa, kærleikur í verki

Næstkomandi laugardag er skiladagur fyrir verkefnið Jól í skókassa sem að hefur verið starfrækt í KFUM

Næstkomandi laugardag er skiladagur fyrir verkefnið Jól í skókassa sem að hefur verið starfrækt í KFUM&K undanfarin ár. Það er góð tilfinning að gefa þeim sem ekkert eiga jólagjöf. Hér má lesa meira um þetta verkefni  http://www.kfum.is/nyr/template2.asp?id=408&nID=1173

Eins og fyrri ár verður jólagjöfunum komið til munaðarleysingjahæla í Úkraínu 

 Aðalskipuleggjandi dreifingarinnar í Úkraínu er faðir Evheniy Zhabkovskiy sem komið hefur hingað til lands í heimsókn og meðal annars kynnt sér starf KFUM og KFUK hér á landi.

Tekið verður á móti skókössum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg alla virka daga kl. 9:00 - 17:00. Síðasti móttökudagur verkefnisins verður laugardaginn 3. nóvember klukkan 11:00 - 16:00. Þann dag fer fram sérstök kynning á verkefninu, léttar veitingar verða í boði í kaffiteríunni og allir eru hjartanlega velkomnir. Fyrir þá sem eru staddir utan höfuðborgarsvæðisins er bent á að allir skókassar þurfa að hafa borist til Reykjavíkur fyrir 3. nóvember. Allar upplýsingar um hvert megi skila kössunum má finna á heimasíðunni www.skokassar.net eða í síma 588 8899.

Hvernig á að ganga frá skókassanum? 1. Finnið tóman skókassa og pakkið honum inn í jólapappír. Athugið að pakka lokinu sérstaklega inn þannig að hægt sé að opna kassann. Hægt er að nálgast skókassa í skóbúðum og mælt er með að fólk tryggi sér kassa í tæka tíð. 2. Ákveðið hvort gjöfin sé ætluð strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur: (2-4), (5-9), (10-14) eða (15-18). Á baksíðu þessa bæklings finnið þið tilbúinn merkimiða fyrir annað hvort strák eða stelpu. Klippið miðann út, merkið á hann aldursflokk viðtakanda og límið ofan á skókassann. 3. Setjið 300-500 krónur í umslag og leggið efst í kassann. Peningurinn er fyrir kostnaði sem fylgir verkefninu. 4. Lokið kassanum með því að setja teygju utan um hann. Gjafir í skókassana Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum af eftirtöldum flokkum: • Leikföng. Sem dæmi má nefna litla bíla, bolta, dúkku, bangsa og jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum. • Skóladót. Sem dæmi má nefna penna, blýanta, yddara, liti, litabækur, skrifbækur og vasareikni. • Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta og tannkrem í kassann sinn. Einnig má setja sápustykki, greiðu, þvottapoka, hárskraut o.fl. • Sælgæti. Sem dæmi má nefna sleikjó, brjóstsykur, pez og karamellur. • Föt. Sem dæmi má nefna húfu, vettlinga, sokka, boli og peysu.

Hvað má ekki fara í skókassana? • Mikið notaðir eða illa farnir hlutir • Matvara • Tyggjó • Stríðsdót, s.s. leikfangabyssur, leikfangahermenn og hnífar. • Vökvar, s.s. sjampó, krem, sápukúlur o.fl. • Lyf, s.s vítamín, hálsbrjóstsykur, smyrsl o.fl. • Brothættir hlutir, s.s. speglar, postulínsdúkkur o.fl. • Spilastokkar. Þar sem spilastokkar eru tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu, óskum við eftir að þeir séu ekki gefnir í skókassana.Athugið! Ef þú vilt getur þú sett mynd af þér ásamt nafni og heimilisfangi og/eða netfangi efst í skókassann. Það gefur viðtakanda skókassans möguleika á að setja sig í samband við þig. Þannig geta myndast vinatengsl sem varað geta lengi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband