31.10.2007 | 19:41
Jól í skógkassa
Ég sá þetta á síðu hjá Guðrúnu Sæmundsdóttur og ákvað að setja það hér lika til áminningar
30.10.2007 | 16:26
Jól í skókassa, kærleikur í verki
Næstkomandi laugardag er skiladagur fyrir verkefnið Jól í skókassa sem að hefur verið starfrækt í KFUM
Næstkomandi laugardag er skiladagur fyrir verkefnið Jól í skókassa sem að hefur verið starfrækt í KFUM&K undanfarin ár. Það er góð tilfinning að gefa þeim sem ekkert eiga jólagjöf. Hér má lesa meira um þetta verkefni http://www.kfum.is/nyr/template2.asp?id=408&nID=1173
Eins og fyrri ár verður jólagjöfunum komið til munaðarleysingjahæla í Úkraínu
Aðalskipuleggjandi dreifingarinnar í Úkraínu er faðir Evheniy Zhabkovskiy sem komið hefur hingað til lands í heimsókn og meðal annars kynnt sér starf KFUM og KFUK hér á landi.
Tekið verður á móti skókössum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg alla virka daga kl. 9:00 - 17:00. Síðasti móttökudagur verkefnisins verður laugardaginn 3. nóvember klukkan 11:00 - 16:00. Þann dag fer fram sérstök kynning á verkefninu, léttar veitingar verða í boði í kaffiteríunni og allir eru hjartanlega velkomnir. Fyrir þá sem eru staddir utan höfuðborgarsvæðisins er bent á að allir skókassar þurfa að hafa borist til Reykjavíkur fyrir 3. nóvember. Allar upplýsingar um hvert megi skila kössunum má finna á heimasíðunni www.skokassar.net eða í síma 588 8899.
Hvernig á að ganga frá skókassanum? 1. Finnið tóman skókassa og pakkið honum inn í jólapappír. Athugið að pakka lokinu sérstaklega inn þannig að hægt sé að opna kassann. Hægt er að nálgast skókassa í skóbúðum og mælt er með að fólk tryggi sér kassa í tæka tíð. 2. Ákveðið hvort gjöfin sé ætluð strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur: (2-4), (5-9), (10-14) eða (15-18). Á baksíðu þessa bæklings finnið þið tilbúinn merkimiða fyrir annað hvort strák eða stelpu. Klippið miðann út, merkið á hann aldursflokk viðtakanda og límið ofan á skókassann. 3. Setjið 300-500 krónur í umslag og leggið efst í kassann. Peningurinn er fyrir kostnaði sem fylgir verkefninu. 4. Lokið kassanum með því að setja teygju utan um hann. Gjafir í skókassana Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum af eftirtöldum flokkum: Leikföng. Sem dæmi má nefna litla bíla, bolta, dúkku, bangsa og jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum. Skóladót. Sem dæmi má nefna penna, blýanta, yddara, liti, litabækur, skrifbækur og vasareikni. Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta og tannkrem í kassann sinn. Einnig má setja sápustykki, greiðu, þvottapoka, hárskraut o.fl. Sælgæti. Sem dæmi má nefna sleikjó, brjóstsykur, pez og karamellur. Föt. Sem dæmi má nefna húfu, vettlinga, sokka, boli og peysu.
Hvað má ekki fara í skókassana? Mikið notaðir eða illa farnir hlutir Matvara Tyggjó Stríðsdót, s.s. leikfangabyssur, leikfangahermenn og hnífar. Vökvar, s.s. sjampó, krem, sápukúlur o.fl. Lyf, s.s vítamín, hálsbrjóstsykur, smyrsl o.fl. Brothættir hlutir, s.s. speglar, postulínsdúkkur o.fl. Spilastokkar. Þar sem spilastokkar eru tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu, óskum við eftir að þeir séu ekki gefnir í skókassana.Athugið! Ef þú vilt getur þú sett mynd af þér ásamt nafni og heimilisfangi og/eða netfangi efst í skókassann. Það gefur viðtakanda skókassans möguleika á að setja sig í samband við þig. Þannig geta myndast vinatengsl sem varað geta lengi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.