30.10.2007 | 14:14
Í dag
Það er ótrúlegt hvað dagurinn í dag er mikilvægur. Þetta er dagurinn sem við eigum. Guð hefur gefið okkur hann. Dagurinn í gær er liðinn og morgundagurinn óskrifað blað. Notum því daginn í dag eins vel og við getum. Hér læt ég fylgja með heilræði dagsins. sá þetta í blaði sem ég var að skoða. Alveg yndislegt.
Í dag
Í dag ætla ég að stíga yfir óhreina tauið, taka þig í fangið og fara með þig út að leika.
Í dag ætla ég að skilja diskana eftir i´vaskinum og láta þig kenna mér að setja saman nýja púslið
Í dag ætla ég að taka símann úr sambandi og hafa slökkt á tölvunni og sitja með þér úti í garði og blása sápukúlur
Í dag ætla ég ekki að skammast neitt þótt þú suðir um að fá ís, heldur ætla ég að kaupa hann handa þér
Í dag ætla ég ekki að hafa áhyggjur af þvi hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór eða efast um ákvarðirnar sem ég hef tekið varðandi þig.
Í dag ætla ég að leyfa þér að baka smákökur sem mega vera allavega í laginu.
Í dag ætla ég að bjóða þér á skyndibitastað og kaupa barnabox handa okkur báðum svo þú getir fengið bæði leikföngin.
Í dag ætla ég að halda á þér í fanginu og segja þér frá því þegar þú fæddist og hversu mikið ég elska þig.
Í dag ætla ég að leyfa þér að sulla í baðinu og ekki vera reið yfir bleytunni.
Í dag ætla ég að leyfa þér að vaka lengur og sitja úti á svölum og telja stjörnurnar.
Í dag ætla ég að kúra hjá þér og lesa bók þó að ég missi af uppáhalds sjónvarpsþættinum mínum.
Í dag þegar ég renni fingrunum í gegnum hárið á þér, þegar þú ferð að sofa, þá ætla ég að þakka Guði fyrir þessa stórkostlegustu gjöf sem nokkur getur hlotið.
Í dag mun ég hugsa til allra þeirra foreldra sem standa yfir gröfum barna sinna, en ekki yfir rúmum þeirra, og allra þeirra foreldra sem eru á sjúkrastofnunum og horfa á börnin sín kveljast og þjóst í hljóði vegna þess að þau geta ekkert gert, og biðja fyrir þeim.
Og þegar ég kyssi þig góða nótt mun ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér þig, bið hann ekki um neitt nema enn dag í viðbót.
Athugasemdir
Mjög fallegt
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.10.2007 kl. 22:46
yndislegt alveg... börnin eru það besta sem maður á.
Saumakonan, 30.10.2007 kl. 23:24
já það er sko ekki spurning um að fara eftir þessu og gleyma sér ekki í lífsgæðakapphlaupinu
Sandra Dís (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 09:24
falleg færsla og vekur mann svo sannarlega til umhugsunar.... takk fyrir það
Fanney Björg Karlsdóttir, 4.11.2007 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.