10.10.2007 | 16:48
Þvottur og læknisþjónustuleysi
Vá hvað þvottur getur orðið að stóru vandamáli, kannast einhver við þetta???? það er ekkert mál að setja í vél og svo úr henni í þurkarann. En að ganga síðan frá þessu, það er bara erfitt oft á tíðum. En þetta er vissulega bara hugarfarið en ég er því miður á þeim stað að finnast þetta bara eitt af a því leiðinlegasta sem ég geri. En svo er svo skondið að þegar ég byrja þá er þetta bara nokkuð ok
Annars á ég tíma hjá lækni/sérfræðingi á morgun sem er ekki frásögu færandi nema af því leiti að hann talar ekki íslensku, ég get valið að tala við hann á pólsku eða ensku. Hum ég tala nú alveg ensku en er ekki alveg kannski með svona fræðiheiti í læknisfræði á hreinu. Kannski ég taki með mér orðabók eða við notum bara tákn með tali, bendum og potum Ef ég hefði ætlað að fá tíma hjá mínum lækni sem er íslenskur hefði ég orðið að bíða í tvo mánuði. Þannig að maður verður bara að láta sig hafa það, ekki það að erlendir læknar séu eitthvað slæmir, heldur er kannski svolidð vont að skilja ekki hvort annað. Sé fyrir mér: Hello mæ neim is Sædís end æm fíling very bed her( og benda staðinn) kan jú dú somting for mí???? þá fæ ég lílklega fræðilegt svar sem getur þýtt hvað sem er og ég enda kannski með kolranga greiningu og vitlaus lyf..... humm kannski ég ætti að bíða í tvo mánuði??????
Well bootcamp bíður
knús Sædís
Athugasemdir
Ég gæti kannski ráðið mig sem þýðanda hjá HSU. Kann allavega 5 tungumál, borgar sig samt ekki að fá borgað fyrir það, þá verður maður ábyggilega heilskertur. ):)
Ásdís Sigurðardóttir, 10.10.2007 kl. 23:46
Takk Svana mín
Já Ásdís, það borgar sig greinilega ekki hjá þér, úff maður er bara enn reiður yfir þessu.
Sædís Ósk Harðardóttir, 11.10.2007 kl. 07:03
Að brjóta saman og ganga frá er... bara svakalega erfitt
Já, maður veltir því fyrir sér hversu heppilegt er að þurfa að hitta enskumælandi lækni (með enskuna sem 2. tungumál)
Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.