6.9 að baki og engin eftirsjá

myndJamm nú eru farin í burtu 6,9 kíló og ekki minnsta eftirsjá að neinu þeirra.  Ég væri samt til í að þau væru miklu fleiri sem væru farin en á fimm vikum er þetta kannski ok.  En ég hlakka samt til eftir tvær vikur þegar það verður mæling í bootcampinu.  Segir ekki á góðum stað að góðir hlutir gerist hægt. En að minnsta kosti stefni ég á að vera komin í ásættanlegt ástand undir vorið.  Ætla mér að fara nokkur fjöll næsta sumar þannig að þá er víst betra að vera í þokkalegu formi, ekki satt.....

Annars er ég að fara á rosa spennandi námskeið næstu helgi sem stendur frá föstudagskvöldi til sunnudagskvöld.  Reyndar mun laugardagurinn verða tileinkaður ömmu heitinni en hún hefði orðið 100 ára ef hún væri á lífi þann 15. okt nk. Þannig að það verður heiljarinnar fjölskyldumót hjá okkur, hlakka rosa til að hitta ættingja sem maður hefur ekki hitt í langan tíma svo og hina líkaSmile

Annars er maður nú frekar orðlaus þessa dagana vegna þess sukk sem viðgengst í stjórnkerfi borgarinnar.  Það að skuli farið svona með eign borgarbúa og fl. er ótrúlegt en kannski er það ekki svo ótrúlegt þegar þessir menn eru við stjórn.....

jæja best að fara að fara yfir danska stílaCool

vi ses

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

6.9 ekki slæmt, ég á enga vikt en hef grun um að ég hafi fækkað mínum eitthvað, hef verið lystarlaus.  15.okt er góður dagur, þá verður húsbandið 51. árs og alltaf jafn unglegur elskan.  Já, helv. sukkið er að fara með mig þessa dagana, var að fá bakreikning frá Trst. vegna smá söluhagnaðar sem ég fékk út úr hlutafél fyrirtækis sem var stofnað árið 1962 og var þá skattfrjálst en Trst. finnst að ég og minn hafi haft það allt of gott með þennan aukapen til baka svo.   æ kíktu á færsluna mína. bara.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Já - bara dugleg... dásamleg tilfinning samt að forfa á eftir þeim ... 

Ég pantaði mér Seven gallabuxur á netinu fyrir mánuði og fékk þær í dag... þær eru of stórar... samt í númerinu sem ég var í fyrir ári síðan... oha verð að panta aðrar.  

Sjáumst á laugardaginn...  

Linda Lea Bogadóttir, 10.10.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband