Góðir hlutir gerast hægt

 

,,Dagurinn í dag er sérstök Guðsgjöf til mín.

Hvernig ætla ég að nota hann?

Því minna sem ég læt aðra hafa áhrif á hann, því æðrulausari

og betri verður hann fyrir mig."

relax

Ég er á fullu þessa dagana að telja mér trú, eða sannfæra sjálfa mig að góðir hlutir gerast hægt.  Núna eru farin 5,6 kg. á þeim danska en helst vildi ég að það væru 15,6 kg. farin.  Ég er samt afar ánægð með þetta og sé að ég get þetta enn þá.  Ég þarf bara að reyna að vera í núinu, þótt það geti stundum verið ansi erfitt.  Annars er bara svo margt annað að gerast eitthvað hjá mér jákvætt að ég hugsa að allir þessi þættir vinni saman.

Annars fór ég í skemmtilegar heimsóknir í dag í alla leikskóla í Árborg.  Það er mjög mikilvægt að mínu mati að maður sé meðvitaður um það sem maður er að fást við í nefndarstörfum, þess vegna fór leikskólanefndin að skoða þessa eðal leikskóla sem við eigum hér í sveitarfélaginu.  Þetta eru 7 leikskólar sem um ræðir og starfið er einstakt á þeim öllum.  Hver með sína stefnu.  Það er spennandi að sjá uppbygginguna sem á sér stað, Leirkelda er í fullri byggingu og byrjað er að byggja við á Stokkseyri.  Það verður gríðarlegur munur þegar Leirkelda verður tekin í notkun og Ásheimar fá þá nýtt húsnæði því það verður að segjast eins og er að það húsnæði sem þessi góði leikskóli er í er orðið mjög lúið og löngu orðið tímabært að færa starfsemina í betra húsnæði.

well gott í bili

kv. SædísShocking

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Sæl mín kæra,

Gott að heyra að þú ert í góðum gír og allt gengur vel. Hlakka til að hitta þig fljótlega og spá og spekúlera. Við erum að spá í að hittast leshópurinn, mánudaginn 1.október...ert þú laus þá?

Bestu kveðjur

Anna

Anna S. Árnadóttir, 25.9.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband