27.7.2007 | 21:48
Tónlist og lestur
Skondið hvernig sum lög geta heltekið mann. Fyrra vor þegar ég var á hippahátíðinni, var Heiðrún vinkona alltaf að spila RockStar Inxx diskinn, það er sem sagt rock star á undan Magna rock starinu. Á þessum disk hjá henni var Nirvana lagið Men who solved the world sem einhver söngkons syngur í þeirri keppni. Ég varð þetta litla heilluð af laginu og reyndar Adda frænka líka, Heiðrún var svo næs og skrifaði diskinn fyrir okkur og sendi. Þetta lag er búið að vera fast í græjunum hjá mér síðan, í rúmlega eitt ár Strákarnir mínir eru orðinir smá þreyttir á þessu lagi, vilja frekar heyra það með Curt sjálfum. Þeir sem hafa komið í teiti til mín hafa fengið að hlusta á það heilt kvöld á repeat. En núna til dæmi sit ég við tölvuna og hlusta á þetta lag. Magnað alveg eða kannski ákveðin... já einmitt Þetta minnir mig samt svoldið á þegar við Elín tókum upp heila kasettu með touch me laginu með Samöntu Fox og hlustuðum á daginn út og inn.
Annars er ég voða slök eitthvað í kvöld, var að vinna í allan dag, er núna að spá hvað ég þurfi að taka með okkur til Portugal og svo bara farin að lesa smá og það gerir manni alltaf voða gott
Til umhugsunar í dag
Að hlusta og læra er góð kenning ef við notum hana vel. Okkur fer ekki verulega fram í hugsun ef við hlustum aðeins á okkar eigið tal.
,,Það er sjúkdómurinn að hlusta ekki..... sem að mér gengur"
(William Shakespeare)
Læt þetta duga að sinni og ætla að ráðast á þvottinn
Knús Sædís
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.