Herða þarf viðurlögin

Ölvunarakstur er einn af algengustu þáttum slysa auk hrað- og ofsaaksturs.  Mörg banaslys hafa átt sér stað í umferðinni þar sem um ölvunarakstur var um að ræða.  Ég held að það þurfi að herða viðurlög enn frekar við ölvunarakstri auk þess sem að herða þarf umferðareftirlit og forvarnir.  Því miður er það oft þannig að ef fólk veit að aukinni löggæslu á vegum úti, þá frekar sleppir það því að keyra undir áhrifum þar sem það er að hugsa um sektina eða punktinn sem það kæmi til með að fá væri það tekið. 
mbl.is 17 ölvaðir undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Sæll

Góðar athugasemdir hjá þér og þinar vangaveltur á síðunni þinni.  Hærri viðurlög gætu að líkindum fælt einhvern frá því að aka ölvaður eða glannalega.  En því miður eru allt of margir sem kæra sig kollótta um refsingar, siðblindan er algjör hjá svo mörgum að eitt ár til eða frá skiptir engu og þótt sumir missi prófið keyra þeir áfram meðan þeir komast upp með það.  Forvarnir, aukið eftirlit og jafnvel hraðatakmarkabúnaður i bíla hafa held ég meiri áhrif. 

Sædís Ósk Harðardóttir, 11.7.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband