Mismunun í þjóðfélaginu

Þetta er farið að ganga út í algjörar öfgar.  Launamismunur er orðinn þvílíkur að það verður að gera eitthvað til að minnka þetta bil.  Á meðan t.d kennarar, leikskólakennarar, fólk (þá oftast konur) í umönnunarstörfum hafa varla í mánaðarlaun það sem þessir MENN (jú þetta eru karlar) eru að fá í launahækkun það sem nemur launum fólks.  Þetta er ekki í lagi og það verður að stoppa þetta.  Vonandi mun Samfylkingin beita sér fyrir breytingu á þessum málum.  Ekki er hægt að setja traust sitt á Sjálfstæðisflokkinn í þessum málum frekar en mörgum öðrum.  En ég vona að hægt sé að treysta á Jóhönnu og fl. þar innan dyra.

Mér finnst allt í góðu að fólk fái vel borgað fyrir sína vinnu, en það verður þá að meta fleiri störf að verðleikum heldur en bara karlæg störf, störf sem fela í sér að vinna með peninga.  Umönnunarstörf, kennsla og hjúkrun eru að mínu mati mun mikilvægari störf og þeim bera að borga betur. 


mbl.is Mánaðarlaun í 1,4 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ekki á ég von á því að þessi launamunur sé að fara minka á mæstu árum, hann á eftir að aukast ef eitthvað er, því miður.

Jens Sigurjónsson, 9.6.2007 kl. 15:37

2 Smámynd: Saumakonan

þessir háu herrar ættu að prófa að lifa af mínum örorkubótum í einhverja mánuði... rétt rúm 100þús á mánuði og þarf að sjá um mat fyrir 5 manna fjölskyldu (stundum 7-8)!  Að vísu er bóndinn með einhver laun en það dekkar rétt húsnæðiskostnað/tryggingar ofl þess háttar.      Ég heimta LAUNAHÆKKUN LÍKA!!!!

Saumakonan, 10.6.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband