13.5.2007 | 23:30
Sigur VG, fjölgun og fl.
Erfið nótt að baki, mikið svakalega voru þetta tvísýnar kosningar. Fullt af góðu fólki sem ekki komst inn og alveg hellingur af fólki sem engan veginn á heima á þingi en komst innskrýitð. Stjórnin hélt velli þ.e.a.s miðað við kjörna menn en atvkæði eru ekki í meirihluta. Ég hefði nú vilja að hún hefði fallið, en sjáum hvað setur.
Í gær gerðist margt annað en kosningar. Lotta, kötturinn sem flutti inn á mig gerði sig lítið fyrir og hóf að gjóta í gær að mér fjarverandi. Sem betur fer var Jóhannes heima og hringdi hann í ömmu sína sem kom og hjálpði til. Sex litlir og sætir kettlingar litu dagsins ljós þarna á kjördag. Það var því ekki úr vegi að þeir fengu heiti formannanna sex. Þannig að nú á ég Steingrím, gulur og fallegur kettlingur sem er ákaflega kraftmikill og atorkusamur köttur. Ég á Ómar, sem er gulbröndóttur, en leit ekkert sérlega vel út líflega séð í fyrstu, Ingibjörgu, ljósan kött sem fer sínar leiðir svoldið, Geir, svartan, stjórnsaman og einkavæddan síðan er það Guðjón, hann er líka dökkur, svoldið illa við blendingana, vill hafa þá alla eins á litinn og hann er sjálfur og Jón, lítill bröndóttur mengunarvaldur og rafmangaður sem tekur á sig syndir hinna kettlinganna. Spurningin er hvað ég á svo að gera við þessi krili. Þannig að ef einvher vill eignast kettling bara hafið samband
Í dag fór ég svo í tvær frábærar fermignarveislur. Fyrst fór ég í fermingu hjá Ægi Mána. Mikið er nú skrýtið að æskuvinkonan mín hafi verið að láta ferma hjá sér, reyndar finnst mér ég vera miklu yngri en hún núna get notið þess í árSíðan fór ég til Bjarka frænda. Og þá fannst mér ég nú vera enn yngri, þar sem systir mín var að ferma sitt annað og ég ekki byrjuðÞetta voru rosa fínar veislur og ég get lofað þvi að ekki stóðust fögur plön þennan daginn um hreyfingu og mataræði. Það var líka rosa gaman að hitta stórfjölskylduna
Jæja þá er lílklega best að fara að sofa
Vonandi fær maður nú góðar fréttir á morgun um stórnarmyndunarviðræður á vinstri vængnum
knús Sædís
Athugasemdir
innlitskvitt frá sólríkum sumarmorgni í langtíburtistan
Saumakonan, 16.5.2007 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.