10.5.2007 | 22:11
æ já svona fór það
Já nú held ég að margir séu á smá eða mjög miklum bömmer Væntingar miklar og vonir sem brugðust. Hér á mínu heimili var að minnsta kosti mikil sorg.
Ég dreif mig heim af fundi rétt fyrir klukkan sjö með take away frá Hróa hetti, synir mínir búnir að gera klárt eurovisionkvöld fyrir okkur og við komum okkur því vel fyrir í sófanum þ.e ég og krakkarnir, borðuðum pizzu og horfðum á hin margvíslegu misskemmtilegu og frumlegu atriði.
Síðan kom rauða ljónið, karlmannlegur og flottur með þetta mikla hár, flotta rödd og ég átti bara ekki von á öðru en þetta sexapíl myndi nú bara hafa það, oh nei og nei. Austantjaldslöndin fyrrum sáu um sig og sína og héldu okkar fjallmyndarlega rokkara úti. Vonbrigðin voru samt ekki eins mikil og í fyrra þegar hún Silvia mín komst ekki áfram, þá varð ég virkilega döpur enda hún í meira en litlu uppáhaldi hjá mér. En life is a bitch stendur einhverstaðar og vonandi gengur okkur bara betur næst. Eiki, svartklæddi fimmtugi kennarinn stóð sig nú samt með stórri prýði eins og kennurum er von og vísa kannski að þetta bíði manns ef maður gefst upp á kennslunni einhvern tímann, who knows
Jæja þá er bara að taka þetta á laugardaginn VG á ég að sjálfsögðu við
Hafið það gott í nótt og vonandi jafnið þið ykkur fljótt
knús Sædís
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lýst ekki vel á það að fá dómara aftur en tel þó mikilvægt að henda núverandi kerfi og breyta þessu algjörlega. T.d. hafa keppnina í þremur þrepum: Fyrst innanlands, svo svæðiskeppni (Evrópu skipt í 3-4 hluta) og svo lokakeppni með u.þ.b. 15 lög (4-5 frá hverju svæði). Svæðiskeppnirnar yrðu þá eingöngu sýndar í þeim löndum sem eru innan þess og lokakeppnin yrði sú eina sem öll löndin fylgjast með. Breytingar eru mikilvægar á næstu árum svo að austurlandaþjóðirnar nauðgi þessu ekki ár eftir ár.
Geiri (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 22:34
Já við tökum ósigrinum eins og hverju öðru hundsbiti. Ég hreinlega elska Silviu Nótt! Nú er komið að okkur að vinna Sædís mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.