Mjög skynsamlegt

Vinstrihreyfingin-grænt framboð hefur samið nýtt frumvarp til laga, sem verður eitt af fyrstu frumvörpum sem nýr þingflokkur mun leggja fram á Alþingi eftir kosningar. Í frumvarpinu er kveðið á um, að ráðherrum sé óheimilt að gera samninga sem binda ríkissjóð til útgjalda, síðustu 90 dagana fyrir kosningar.
´

Ég tel þetta mjög skynsamlegt frumvarp.  Því það er of algengt að ráðherrar séu að skrifa undir einhverja samninga rétt fyrir kosningar og binda þar með næstu ríkisstjórn, lofa jafnvel upp í ermina á sér.  þótt þetta sé voða gott fyrir okkur sem njótum en þetta er of mikið korter í kosningar bragur á þessu.

Það er ekki rétt að einhver sem er að láta af störfum á alþingi sé að binda ríkissjóð til útgjalda.  Það á að vera verkefni nýrrar stjórnar að ákveða slíkt.


mbl.is Vilja banna ráðherrum að skrifa undir samninga 90 daga fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í ljósi væntanlegrar ráðningar aðstoðarríkissaksóknara myndi ég vilja bæta við þessa reglu að sitjandi ráðherra milli kosninga og ríkisstjórnarmyndunar megi ekki ráða í embætti. Slíkt verði hann annað hvort að gera fyrir kosningar eða láta nýjan ráðherra taka ákvörðun um þá ráðningu.

Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 15:16

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já sammála því, helst að láta nýjan ráðherra taka þessa ákvörðun sé nógu stutt í kosningar.

Sædís Ósk Harðardóttir, 9.5.2007 kl. 15:21

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

En hvað með að vera samkvæm sjálfum sér, veit ekki betur en að Steingrímur hafi skrifað undir smíðasamning á nýjum Herjólfi 3 dögum fyrir kosningar þegar hann var samgönguráðherra !

Gestur Guðjónsson, 9.5.2007 kl. 23:50

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já auðvitað þurfa menn að vera samkvæmir sjálfum sér hvar í flokki sem menn standa.  Svona lagað myndi einmitt ekki eiga sér stað skv. slíkum lögum.

Sædís Ósk Harðardóttir, 10.5.2007 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband