9.5.2007 | 13:54
Er ekki allt í lagi???
Nú er ég svo sannarlega hissa, hvað er að gerast hjá fólki. Dugar þessi hræðsluáróður svona rosalega vel á fólk???? Ég bara spyr.
Hvers vegna skoðar fólk ekki stöðu sína, bilið á milli þeirra sem fátækir eru og efnaðir. Hvers vegna skoðar fólk ekki launamun kynjanna, jafnréttismál, jafnrétti til búsetu, landið okkar???
Eigum við að fórna náttúruauðlindum til erlendra stóriðjufyrirtækja??? Hvað með fátækt er fólk bara að taka því þegjandi og hljóðalaust að fátækt líðist á Íslandi, landi sem ætti að geta búið fólki mun betri kjör.
Vá ég er orðlaus, vona að ykkur snúist hugur og kjósið VG á kjördag
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Góðar Síður
- Daglega lífið mitt gamalt og gott
- Árborg
- Eyrarbakki
- Stokkseyri
- Ingveldur hin frábæra:) flott síða
- Kirkjan mín Hvítasunnukirkjan á Selfossi
- Al-anon nauðsynlegt
- Agnes Halla dúllan mín krútt
- Regnboginn
Skemmtilegir bloggarara
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Apríl 2013
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Bloggvinir
- lydur
- olafurfa
- aring
- hilmarb
- salvor
- arnith
- soley
- trukona
- dullari
- johannbj
- gamlageit
- hlynurh
- vglilja
- vefritid
- andreaolafs
- almal
- nonniblogg
- baldurkr
- bjarnihardar
- omarragnarsson
- gattin
- gudrunmagnea
- truno
- hugsadu
- kennari
- annabjo
- latur
- alit
- saradogg
- coke
- tommi
- konur
- jenfo
- domubod
- saumakonan
- svavaralfred
- jonhjartar
- bitill
- zeriaph
- ruthasdisar
- thelmaasdisar
- zunzilla
- jonaa
- ragnargests
- ellasprella
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- paul
- ktomm
- kristinast
- vonin
- hjolagarpur
- kiddikef
- valgerdurhalldorsdottir
- buddha
- frumoravek
- ruth777
- steinunnolina
- saethorhelgi
- sirrycoach
- eddabjo
- lindaasdisar
- gullvagninn
- icerock
- gtg
- irisasdisardottir
- lindalea
- thormar
- adalbjornleifsson
- sigvardur
- heida
- malacai
- brynja
- loi
- rannveigbj
- brynhildur
- brjann
- brandarar
- austurlandaegill
- ea
- gurryg
- rattati
- heimssyn
- drum
- ingibjorgelsa
- irma
- omarsdottirjohanna
- theeggertsson
- johannesgisli
- jonbjarnason
- jon-o-vilhjalmsson
- jonvalurjensson
- larahanna
- manisvans
- nhelgason
- brim
- rafng
- fullvalda
- siggifannar
- gonholl
- stebbifr
- tomasellert
- valgeirb
Af mbl.is
Nota bene
Gamla bloggið
hér er gamla bloggið mitt
Athugasemdir
Það hefur ekki hvarflað að þér að íbúar landsins séu einfaldlega ánægðir með ástandið á Íslandi og vilji ekki fórna því í hendurnar á fólki sem mun glutra því niður aftur? Sitjandi ríkisstjórn hefur skapað ótrúleg tækifæri til sóknar fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki sem hefur skilað sér í gífurlegum hagvexti, auknum tekjum til ríkissjóðs þrátt fyrir skattalækkanir, rúmri helmingsaukningu á kaupmætti og atvinnusköpun sem á sér varla hliðstæðu í Íslandssögunni. Og á þá að skipta þessu út fyrir skattahækkanir, samdrátt í verðmætasköpun, útblásið ríkisbákn og óhagkvæman rekstur þess?
Mér hefur í það minnsta liðið ágætlega hér á Íslandi síðustu 16 ár, og meirihluti fólks telur kjör sín hafa batnað á því tímabili ef marka má skoðanakannanir. Hvaða mögulega ástæða gæti þá verið fyrir því að setja x við vinstri flokkana?
Svo sé ég að þú hefur ekki lesið greinarnar sem ég benti þér á síðast. Í það minnsta heldurðu áfram að fjargviðrast yfir kynbundnu launamisrétti.
Góðar stundir
Hafsteinn Gunnar Hauksson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 14:19
Hæ Hafsteinn
Nei því miður er ég á fullu í námsmati í vinnunni hjá mér og ekki gefið mér tíma til að finna þær,en skal kíkja á þær. Það sem ég skil ekki er að það er svo stór hluti sem hefur það skítt, því miður. Vissulega er stór hópur fólks líka sem hefur það gott og er það vel. ÉG skil alveg að þeir sem hafa miklar tekjur og eiga miklar eignir kjósi sjáflstæðisflokkinn. En þar sem stór hópur fólks býr t.d við fátækt finnst mér ekki hægt að halda áframhaldandi stjórn áfram. Fátækt ber að útrýma.
Sædís Ósk Harðardóttir, 9.5.2007 kl. 14:25
Við erum sammála um það, fátækt ber að útrýma. Ég er hinsvegar ekki á því að það eigi að gerast á kostnað þeirra velstæðu, enda kemur það niður á samfélaginu í heild. Eins og oft hefur verið sagt, þá er traust efnahagsstjórnun stærsta velferðarmálið og því er ég sammála.
Annars hef ég gaman af því að lesa bloggið þitt og þakka þér fyrir svörin:)
Gangi þér vel í námsmatinu.
Hafsteinn Gunnar Hauksson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 14:34
Takk fyrir það
Já það er nú gott að geta verið sammála um eitthvað. Enda held ég nú að allir hljóti að vilja velferð og jöfnuð bara mismunandi aðferðir og mismunandi forgangsröð hjá flokkum. VG setur velferð og jöfnuð í fyrirrúm á meðan aðrir kannski setja það aðeins aftar
Sædís Ósk Harðardóttir, 9.5.2007 kl. 14:40
Sammála Sadís en ég held að þetta hopp hjá Framsókn sé ekki komið til að vera. Ef ríkisstjórnin heldur velli þá á fólk einfaldlega ekkert betra skilið og verði því að góðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 14:51
Miðað við hvernig málflutningur Guðfríðar Lilju var í Kastljósinu í gær finnst mér nú ekki líklegt að landsbyggðarlýðurinn telji það vænlegt að kjósa Vg. Vera bara á móti því sem að gert er og hefur skilað ákveðinni hagsæld inná svæði e.o. Austurlandið. Það er ekki ásættanlegt að einungis suðvesturhorn landsins sitji að kjötkötlunum.
Jóhann Rúnar Pálsson, 9.5.2007 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.