9.5.2007 | 00:14
Ég var einu sinni ein af þeim......
Ég held ég sé að verða smá stressuð nú eru rétt þrír dagar í stóra daginn. Ég er komin núna reyndar upp í rúm og ligg með tölvuna í fanginu og skrifa bréf og les blogg, fréttir og blogga. Segi það nú ekki að það væri nú hlýlegra að hafa annað í fanginu en tölvu
Ég trúi því ekki að 40 % þjóðarinnar ætli virkilega að kjósa flokk auðvaldsins áfram. Ég trúi því ekki að allar þessar einstæðu mæður, allir þessir öryrkjar, allir þessir láglaunamenn/konur, allir þessir ellilífeyrisþegar og allt þetta unga fólk sem er með börn og er að koma yfir sig þakinu skuli ætla að kjósa óbreytt ástand Ég get orðið svo svekkt þegar ég hugsa þetta. Margir bera fyrir sig að þeir hafi alltaf kosið flokkinn og geri það bara áfram. Hvers vegna hugsar fólk ekki rökrétt og sjáfstætt
Ég var einu sinni ein af þeim ég skil ekki í dag hvað það var sem dró mig að þessu, jú ég veit það reyndar en skammast mín fyrir að viðurkenna það. En ég var rétt 16 ára unglingur, það þótti mjög kúl í fjölbraut að vera í ungum sjálfstæðimönnum. Stuðið var mest þar, boðið upp á bjór og bús og enginn maður með mönnum nema að vera einn af þeim, vissulega voru þarna fínir einstaklingar inn á milli alveg sem síðar urðu vinir mínir og eru enn. Ég tók virkan þátt í starfinu, pældi lítið í málefnunum, fylgdi straumnum. Pressan á krakkana er gríðarleg, þeim er ekki gefinn kostur á að hugsa sjálfstætt. Árin liðu og ég var þarna enn. Þarna var stuðið, þing ungra SUSara og slíkt, farið víða um landið og skemmt sér. Árin liðu enn og á mig fóru að renna tvær grímur, mér fór að hætta að lítast á ástandið, ég fór að lesa mér til um stefnur ólíkra flokka. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fyrir sameiningu í Árborg kaus ég í fyrsta skiptið vinstri flokk, það var ekki vel séð af þeim sem það vissu en ég var þarna að fylgja minni sannfæringu í fyrsta skipti ein og óháð rosa leið mér vel með það, fann ég var að gera rétt. Síðan í prófkjöri því fyrsta eftir sameiningu bauð ég mig fram að gamni í prófkjöri míns gamla flokks. Fólk spurði mig þegar það sá áherslupunktana mína hvort ég væri nú ekki í röngum flokki. Það fóru sífellt að koma meiri og meiri efasemdir hjá mér, ég fann ég var á vitlausum stað. var þetta það sem ég vildi sjá í þjóðfélaginu. Vildi ég að auðmenn fengu bankana gefins, sægreifar fengu fiskinn okkar gefins, bilið milli ríkra og fátækra breikka, náttúru okkar gefna erlendu orkufyrirtækjum, náttúruauðlindum sökkt, misrétti og kynbundið ofbeldi, mismun á búsetu, fátækt hjá börnum, yfirvöld sem samþykkja stríð og blóðbað???? Nei þetta var ekki það sem ég vildi hafa í mínu landi, ég vil ekki ala börnin mín upp við slíkt misrétti. Ég sagði mig því úr flokknum. Ég var og er vinstri sinni og fann það alltaf betur og betur. Ég fór að hugsa, taka sjálfstæðar ákvarðanir. Hætti að láta blekkja mig.
Ég fór því að skoða í kringum mig, hvaða flokkur uppfyllir mínar þarfir, hver sinnir þessum málum best? Málið var mjög einfalt, þegar ég skoðaði stefnuskrá VG fyrir síðustu kosningar sá ég að þarna var kominn flokkur sem uppfyllti mín skilyrði. Þarna var kominn flokkur sem ég var tilbúin að vinna með og starfa í. Þess vegna vona ég að fleiri eigi eftir að opna augun, sjá villuna í þessu öllu saman, sjá að það er til ljós og ljósið er VG
Á laugardaginn kýs ég með góðri samvisku, ég veit að mer mínu atkvæði er ég að leggja mitt að mörkunum til þess að stuðla að bættara þjóðfélagi, þjóðfélagi sem ekki mismunar fólki eftir kyni, búsetu, aldri, heilsu og launum. Kjósið vinstri græna og þið munuð öðlast allt annað lif
Jæja nú ætti ég að geta sofnað værum svefni.
vona að þetta veki einhverja til umhugsunar, umhugsunar um að kjósa samkvæmt eigin sannfæringu og láti ekki blekkjast af gylliboðum, partýum og candyflossi
knús Sædís
Athugasemdir
Vona að þú hafir sofið vel Innlitskvitt á miðvikudagsmorgni frá saumakonu sem veit alveg hvað hún ætlar að kjósa nk laugardag (loksins eftir miklar vangaveltur)
Saumakonan, 9.5.2007 kl. 08:17
Hélt að mig hefði verið að misminna. Fannst þú hafa verið íhaldið í fjölbraut, en var kominn í vafa um að minni mitt væri í lagi. Þú átt eftir að sveiflast eitthvað aðeins áður en þú færð skynsemiskast og kemur til mín í Framsókn. Þurfum að ná Sigurjóni með... þá er meirihluti gömlu nemendafélagsstjórnarinnar komin á rétt spor...
Gestur Guðjónsson, 9.5.2007 kl. 16:42
Já Gestur minn það er satt, menn gera sín bersnkubrek/mistök En að ég fari í framsókn.... mmmm nei ekki held ég það hehehe en takk fyrir gott boð. En ég er alveg til í að við reynum að kristna Sigurjón og bjarga honum frá íhaldinu
Sædís Ósk Harðardóttir, 9.5.2007 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.