Hluti af mannréttindum

Samkynhneigðir eru fólk eins og ég og þú.  Þeirra réttur á að vera sá sami og minn er kemur að því hvort þeir megi gifta sig.  Að vera gagnkynhneigður er ekki ávísun á það að vera æðri öðrum.  Því tel ég þetta skýlausan rétt að allir fái að gifta sig hvort sem þeir eru samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir.
mbl.is Flestir vilja að samkynhneigðir fái að giftast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Þeir mega giftast.  Er ekki kominn tími til að snúa sér að öðru, þetta er ekki vandamál lengur.  Það eru ekki mannréttindi að fá vígslu í kirkju.  Hvað á mergsjúga þetta mál lengi?  Þegar búið er að neyða kristna kirkju til að vígja samkynhneigða, sem geta gift sig, á þá að snúa sér að öðrum trúarhópum?  Múslimum, búddistum, Vottum Jehóva, Ásatrúarmönnum og svo framvegis.  Það verður náttúrulega að gera það ef fólk meinar í raun og veru þessar klisjur, sem það er svo duglegt að hrópa á torgum.

krossgata, 7.5.2007 kl. 09:33

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta verður alltaf erfitt mál. Kirkjan segist hafa bíblíuna að leiðarljósi í þessu máli, og það er alveg rétt að bíblían er ekki fylgjandi að samkynhneigðir búi saman heldur finnst henni það mikill ónáttúra.

En í postulasögunni stendur samt.  "Guð  fer ekki í manngreiningarálit".

Jens Sigurjónsson, 7.5.2007 kl. 13:55

3 Smámynd: Einar Jón

Þetta er vissulega réttlætismál en HÆTTIÐ AÐ KALLA ÞETTA MANNRÉTTINDAMÁL!

Smá Dæmi: Golffélag má skilgreina "parakeppni" sem liðakeppni sem samanstendur af karli og konu og meina 2 körlum þáttöku í paramóti. Engin mannréttindi eru brotin þar. Þeim er ekki vísað frá fyrir að vera hommar, og mættu spila með ef þeir finna sér meðspilara af hinu kyninu. Eins finnst mér að kirkjan megi hafa sínar reglur um "hjónaband" í friði.

Kirkjan er ekki að brjóta á mannréttindum, þó að samkynhneigðir fái ekki þessa annars sjálfsögðu þjónustu. Þeim er ekki vísað frá fyrir að vera samkynhneigðir, heldur vegna þess að kirkjan fylgir Biblíunni í skilgreiningu á hvað er hjónaband. Eins og í golfmótinu er þeim ekki vísað frá fyrir að vera hommar, og þeir mættu giftast ef þeir finna sér maka af hinu kyninu.Þetta er kannski ekki réttlátt, en alls ekki mannréttindabrot.

Vissulega ættu trúfélög sem þess óska að mega gifta samkynhneigða, en það er vandamál löggjafans, ekki kirkjunnar.

Einar Jón, 7.5.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband