Það þarf að breyta þessu.

Ég er á þeirri skoðun að það þarf að breyta þessari reglugerð.  Skólarnir eru farnir að vera fram í júní og það er allt of seint að börn séu að koma inn klukkan tiu.  Vissulega eru það foreldrar sem ráða síðan hversu lengi börnin eru úti, þ.e hvort þeir leyfi þeim að vera til tíu.  En börn þurfa góðan svefn og því er þetta of langur tími sem lög leyfa þeim að vera úti.  Einnig með 13 ára börn, mér finnst það of langur tími að þau megi vera úti til miðnættis.  Það væri nóg að láta þessar reglur taka gildi 1. júní.
mbl.is Útivistartími barna breyttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu með einhver fleiri lög sem foreldrum er heimilt að brjóta?

"Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum " 

Einar F. Valdimarsson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Ég var ekki að segja að foreldrum væri heimilt að brjóta þessi lög.  Ég veit að þessar reglur eru skv. barnaverndarlögum en það sem ég er að segja er að tíminn er of langur.  Þegar það er skóli þá er of seint að börn séu að koma inn kl. 22.00 og 13 ára börn að koma inn kannski rétt fyrir miðnætti þegar það er skóli daginn eftir.

Sædís Ósk Harðardóttir, 2.5.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband