Aðeins ein kona í stjórninni

Forstjóraskipti eiga sér stað í Glitni, hvað ætli sá nýji fái mikinn kaupaukabónus og allt sem þessu fylgirCool en það er svo sem í góðu lagi að menn fái góð laun. Þeir mættu þá kannski líka koma til móts við okkur sem borgum vexti og önnur gjöld með því að lækka það.

  Það sem ég rak hins vegar augun í er að það er einungis ein kona í 7 manna stjórn.  Frekar ójöfn kynjahlutföll þarna á ferðinni.  Það þarf enginn að segja mér það, að af þeim sem koma til greina til að sitja í stjórn Glitnis sé einungis ein kona, hlutföllin á milli kynja ættu að geta verið jafnari.


mbl.is Lárus tekur við af Bjarna sem forstjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég býst við að þeir sem þar sitja séu þeir hæfustu sem leitað hafa til starfsins þar sem Glitnir hefur hagsmuna sinna að gæta varðandi stjórnarmannafla. Það hefur sýnt sig í könnunum hér og þar að ein helsta skýring á kynjahlutföllum sem þessum er að karlmenn eru framsæknari en konur í flestum tilfellum.

Þór (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 17:03

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já ég ætla nú að vona að þeir sem sitja í stjórninni séu mjög hæfir til þess.  Þetta er bankinn sem sér um mín fjármál eða réttara sagt ég greiði mína vexti þangað.  En það sem ég er að furða mig á Þór er að það eru til svo margar hæfar konur að það hlýtur að hafa verið hægt að hafa fleiri en eina konu í stjórninni.

Sædís Ósk Harðardóttir, 30.4.2007 kl. 17:10

3 identicon

Fólk býður sig fram til setu í stjórn og allir sem buðu sig fram núna fengu kosningu. Þannig að það er ástæðan, það sóttu ekki fleirri konur um setu til stjórnar!

Beggi (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 17:18

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Takk Beggi,  gott að vita það:)  Það hlaut að vera skýring á þessu. Samt finnst mér þá skrýtið hvers vegna sækja ekki fleiri konur um

Sædís Ósk Harðardóttir, 30.4.2007 kl. 17:29

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er bara lýsandi fyrir valdahlutföll kynjanna í þjóðfélaginu allmennt.  Konur stökkva ekki inn af götunni og bjóða sig fram til setu í stjórn.  Þær þurfa að vera innveklaðar í bankafyrirkomulagið og eru margar konur í valdastöðum bankanna?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 17:57

6 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já og það er til fullt af hæfum konum sem gætu setið í stjórn bankans. 

Sædís Ósk Harðardóttir, 30.4.2007 kl. 18:34

7 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Kannski er þetta vitleysa hjá mér, en eru ekki þeir sem sitja á stjórnum einkafyrirtækja, stærstu hluthafar eða fulltrúar þeirra ?

Nú ef það er rétt hjá mér, hvað kemur kynjahlutfall því við.

Ívar Jón Arnarson, 30.4.2007 kl. 18:54

8 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Jöfn kynjahlutföll hafa mikið að segja, það er mikilvægt að fá sjónarhorn og vinkil beggja kynja.  Sumstaðar á Norðurlöndum hafa verið sett lög um kynjahlutföll í stjórn fyrirtækja.  Ég er viss um að það hljóta frambærilegar og hæfar konur að vera hluthafar í Glitni.

Sædís Ósk Harðardóttir, 30.4.2007 kl. 18:59

9 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Fyrir 45 árum fékk ég sveitastelpan úr sveitinni í Borgarfirði vinnu í sláturhúsi KB í Borgarnesi ásamt fjölda unglinga sem vildi afla sér vasapeninga fyrir næstkomandi námsvetur....í þá daga fórum við unglingarnir að heiman svona upp úr fermingu og öfluðum okkur viðurværis og menntunar eftir atvikum hverju sinni...

Mér var hugsað til umfjöllunar um launamisréttis og hvernig auglýsing Samfylkingingarinnar þar sem Pítsa er auglýst ódýrari ef kona framleiðir hana... Ég fékk sem sagt árið 1962 vinnu á færibandi í sláturhús K:B: við að þvo kjötskrokka... Vinnan var í því fólgin að við vorum sex einstaklingar sem fengum rennt inná færiband fyrir framan okkur kjötskrokka sem við urðum að þvo og skiluðum af okkur verkinu öll á sama tíma, svo var aftur nýjum óhreinum kjötskrokkum rennt inn á færibandið....Við karlar, konur og unglingar sem þvoðum kjötskrokkana vorum á þrennskonar launum þó við þvæðum öll jafnmarga kjötskrokka. Karlakaupi kvennakaupi og unglingakaupi.

Síðan eru liðin mörg ár enn...Ennþá eru konur minna metnar , þrátt fyrir að þær vinni sömu störf og karlarnir.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 30.4.2007 kl. 19:15

10 identicon

mikið er ég nú orðinn þreyttur á svona nöldri. Sum þessara commenta finnst mér þó alveg eitthvað hafa til málanna að leggja en það að það sé aðeins ein kona í stjórn bankans hefur bara ekkert með kynjamisrétti að gera. Það er fáránlegt að reyna að setja allt í samhengi við kynjahllutföll.

guðjón Jónsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband