Leikskólagjöld lækka í Árborg og frítt fyrir þriðja barn

Leikskólagjöld lækka um 15 % frá 1. júní n.k..

“Leikskólagjöld í Árborg verða lækkuð um 15 %  frá og með 1.júní nk. skv. afgreiðslu bæjarstjórnar þann 25. apríl.   Mánaðargjald fyrir 8 tíma leikskóladvöl með mat og hressingu lækkar úr 29.113 kr. í 25.749  kr.  Lækkun þessi þýðir jafnframt að fyrir 2.barn á leikskóla greiða foreldrar 20.984 kr.  miðað við 8 tíma dvöl, en 2. barn í fjölskyldu nýtur 25 % afsláttar af kennsluhluta gjalds.  Auk þess verður frá sama tíma aukinn systkinaafsláttur á kennsluhluta gjalda vegna 3ja barns úr 50 % í 100 %. Fyrir 3ja barn í fjölskyldu greiða foreldrar þá einungis fyrir mat og hressingu eða 6.689 kr. m.v. 8 tíma dvöl.

Systkinaafsláttur á gjöldum hjá sveitarfélaginu miðar sem fyrr við öll börn í fjölskyldu sem eru í daggæslu/leikskóla/skólavist frá 9 mánaða til 9 ára. Þessi lækkun er áfangi í þá átt að bæta enn búsetuskilyrði og lífskjör barnafjölskyldna í Árborg með sérstakri áherslu á aðstæður barnmargra fjölskyldna

 

Frábært fyrir barnafólk í sveitarfélaginu.  Þetta er fyrsta skrefið í átt að gjaldfrjálsum leiksólaCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

hmm... fyrir barnmarga fjölskyldu eins og mína fer nú bara að verða lokkandi að flytja aftur á "heimaslóðir"

Saumakonan, 26.4.2007 kl. 14:28

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Humm saumakona, ég er nú orðin forvitin að vita hver þú ert???

Sædís Ósk Harðardóttir, 26.4.2007 kl. 14:32

3 Smámynd: Saumakonan

*tíst*     eins og ég sagði á mínu... uppeldissystir Unna hennar Hjöddýar... btw.. bið að heilsa þeim (að vísu talaði ég við Unna í síma í gær hehehe)

Saumakonan, 26.4.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband