19.4.2007 | 20:13
Gleðilegt sumar
Já nú mun sumarið vera gengið í garð, það fraus víst saman í nótt, vetur og sumar og veit það á gott Það er vonandi að við fáum gott sumar, sól og blíðu þannig að maður geti notið þess að liggja í sólbaði, unnið í garðinum og farið í göngur og fleira. þótt það getur reyndar alveg verið voða notalegt að vinna i garðinum þegar það rignir en sólin er alltaf best
Talandi um garðinn þá var mágur minn svo elskulegur að saga niður trén fyrir mig í gær sem þýðir reyndar það að ég þarf núna um helgina að setja mig í garðstellingar og drífa mig í að hreinsa allar greinarnar sem eru reyndar ekkert smá stórar Ég sé fram á ansi rispaðan líkama á sunnudagskvöld......
Það birtist ný skoðanakönnun í dag sem sýnir að fylgi VG hefur dalað smávegis og Samfylking aukið sitt fylgi. Það sem ég vil sjá er aukning hjá báðum þessum öflum á kostnað Sjálfstæðisflokks þá auðvitað. Ég er ekki alveg að skilja þetta mikla fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast með. En vonandi áttar fólk sig tímanlega og merkir í réttan reit í kjörklefanum, þá á ég að sjálfsögðu við x-V
Heilsan er loksins að komast í lag, ég er líka orðin ansi pirruð á þessum veikindum. Þau hafa til dæmis kostað mig svoldið mikið þ.e komin á nýjan bíl og búin að framlengja portugalferðinni í sumar Málið er það að þegar ég er búin að vera of lengi ein með sjálfri mér fer mér að detta ýmsir hlutir í hug. Ég gat lítið gert annað en að leggja mig eða vera í tölvunni í nokkra daga og þá fór ég vissulega inn á ferðaskrifstofusíður og bílasölusíður. Fann út að það væri of stutt að vera bara í viku á Portugal svo ég bara framlegndi. Fann það líka út að bíllinn minn væri orðinn of gamall og allt of lítill og ég yrði hreinlega að fá mér stærri bíl og viti menn ég lét auðvitað verða að því, og nú er ég komin á rosa flottan Skoda Oktavia station, nóg pláss, hann liggur eins og draumur, lipur, þéttur og þægilegur í alla staði
Þannig að sumarið byrjar ansi skemmtilega hjá mér og vonandi veit þetta á afkasta mikið sumar hjá minni.
Hafið það gott
knús Sædís
Athugasemdir
Til hamingju með að vera að hressast, með bílinn og Portugalsferðina. Það er ekki verra að eiga garð að vasast í. Þannig að þú ferð til fundar við móður náttúru um helgina. Unaðslegt. Gleðilegt sumar kæra bloggvinkona og auðvitað tökum við VG kosningarnar með VINSTRI
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.