12.4.2007 | 09:00
Fjórföldun á fylgi
Samkvæmt könnun er birt var í gær á Stöð 2 kemur í ljós að Vinstri grænir fjórfalda fylgi sitt í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Stöð 2. Vinstri grænir fá samkvæmt könnuninni tæp 18 prósent og tvo kjördæmakjörna þingmenn en hafa nú engan. Mennina tvo fengju Vinstri grænir á kostnað Framsóknar og Frjálslyndra sem missa báðir einn mann. Þetta er bara frábærar niðurstöður. Það sem er það athyglisvert er að eina konan sem er á leið inn á þing er hjá VG, Alma Lísa Jóhannsdóttir.
Í gær var útsending frá Hótel Selfoss þar sem rætt var við oddvita framboðanna. Atli Gíslason oddviti VG í Suðurkjördæmi stóð sig mjög vel, hann kom inn á hugmyndir VG um uppbyggingu á varnaliðssvæðinu s.s að byggja þar upp háskólaíbúðir, hótel á hugsanlegum þjóðgarði og ferkari uppbyggingu á Bláa lóninu, hann rökstuddi vel hvers vegna ætti ekki að virkja neðri hluta Þjórsá. Sem sagt Atli stóð sig mjög vel og kom að mínu mati best út.
Það er því nokkuð ljóst hvað íbúar Suðurkjördæmis eiga að kjósa þann 12. maí
VG og ekkert annað Flokkur með skýra stefnu og eini raunhæfi möguleikinn á að fá konu kjörna í þessu kjördæmi, duglega og skelegga konu.
Athugasemdir
Þú er greinilega að gleyma Guðnýu Hrund .... VG með 17% og tvo Samfylking með 26% og 3. Mér sýnist að Guðný sé nær því en VG konan. Þú ert inni með 3 á 23 % en fjóra á rúmu 31% og reiknaðu svo.
Jón Ingi Cæsarsson, 12.4.2007 kl. 09:16
Samkvæmt þessari könnun í gær þá er VG með tvo þingmenn inni sem eru Atli og Alma. Það væri auðvitað frábært ef Samfylkingin næði einum manni af Sjálfstæðisflokknum og næði þar inn konu þannig.
Sædís Ósk Harðardóttir, 12.4.2007 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.