Páskafrí og opnun kosningaskrifstofu

Langþráð páskafrí er runnið upp, ég byrjaði reyndar á að taka út einhverja leiðinda pest í upphafi en vona að ég nái þessu úr mér því ég er að fara í smá dömuferð til Kóngsins Köben á morgunCool  Annars er þetta búið að vera voða fínt so far fyrir utan hita og kvef, ég fór í svaka fína fermingarveislu í dag hjá frænku minni, missti mig reyndar aðeins í kökunum og tel mig hafa tekið á mig á engum tíma það sem búið er að taka mig 3 vikur að ná af mérWhistling þið skiljið hvað ég meina.... en hva, maður gengur það bara af sér á StrikinuCool  Þetta verður voða notalegt og hlakka ég mikið til að komast smá frá.

Reyndar missi ég af opnun kosningaskrifstofu VG í Árborg en hún verður opnuð miðvikudaginn 4. apríl kl. 20.00 við hátíðlega athöfn.  Atli, Alma og Heiða munu vera þarna á staðnum, Heiða mun taka upp gítarinn og spila og syngja nokkur lög þannig að ég er voða svekkt að missa af þessu en ég hvet alla til að mætaSmile

Hafið það gott

knús Sædís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða ferð ljósið mitt og láttu þér líða reglulega vel

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Takk fyrir það, ég ætla svo sannarlega að gera það

Sædís Ósk Harðardóttir, 1.4.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband