Hvernig ölum við upp börnin okkar?

Þessi spurning er mér ansi hugleikin.  Ég á þrjú börn, tvo stráka og eina stelpu.  Frá fæðingu hef ég verið föst í þessum stöðluðu kynjaímyndum t.d varðandi klæðaburð, sem einhvern veginn hafa náð fótfestu í þjóðfélaginu.  Ég byrjaði á að kaupa blátt og "strákaliti" á strákana og bleikt og "stelpuliti" á stelpuna.  Ég lenti í því í haust þegar ég var að kaupa úlpu á stelpuna að ég vildi að hún fengi rauða eða bleika úlpu en hún vildi bláa úlpu.  Þarna stóð ég í stappi við 5 ára dóttur mína um liti, ég fattaði skyndilega hvað ég var að gera og ákvað að leyfa henni að fá þann lit sem hún valdi.  Þarna áttaði ég mig á því hvað maður getur verið fastur  í þessari litahugmyndafræði.    Varðandi dót og leikföng fyrir börn þá var það þannig að  þegar krakkarnir voru litlir þá fengu  stákarnir  bíla og slíkt dót og stelpan fékk dúkkur og þess háttar leikföng og reyndar pleymó líka.  Ég held þetta sé rosa algengt og eigi langt í land með að lagst. 

 ÉG er jafnréttissinni að líf og sál og vill jafnrétti ofar öllu, þá á ég við launajafnrétti, jafnrétti til náms, til atvinnuþátttöku beggja kynja og jafnrétti til að ala upp börnin okkar.  Síðast en ekki síst vil ég afnema þann mismun sem kominn er upp í þjóðfélaginu á hinum ýmsu stöðum.

Áðan rétti ég 13 ára syni mínum kúst og bað hann um að sópa forstofuna hjá okkur, hann horfði á mig stórum augum og sagði blákalt: ,,Það eru bara konur sem eiga að sópa"  Þetta sló mig því ég hef hingað til talað þannig við syni mína að það sé ekki til nein sérstök kvennaverk eða nein sérstök karlaverk.  Alið þá upp í að þeir eigi þegar þeir fara að búa og líka hér á þeirra heimili að taka jafn mikinn þátt í öllum heimilisstörfum.  Mér er því spurn, hvaðan fá börn þessar hugmyndir um að það sé "kvennaverk" að sópa og halda húsinu hreinu.  Eru þetta skilaboð frá umhverfinu? Eða hvað?  Gaman væri að heyra hvað þið lesara góðir segði um þettaErrm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það leynast oft karlrembusvín í litlu krúttunum okkar.  Um að gera að vera þolinmóður og halda áfram með pólitískan áróður (hehe).  Gangi þér vel þú ert greinilega í fínum málum

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 17:17

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Ég held að þessi skilaboð laumist víða að inn í sálarvitund barnanna okkar.  Frá kvikmyndum, sjónvarpi, félögunum, eldri kynslóðum, auglýsingum, tónlist, og svo frv.  Eitt og sér myndi kannski ekkert af þessu gjörbreyta kynjavitundinni, en heildarmyndin gerir það.  Þess vegna held ég að það sé so mikilvægt að vera stöðugt vakandi fyrir þessu og halda óhikað áfram að rétta syninum kústinn og kaupa blá föt handa dótturinni. 

Thelma Ásdísardóttir, 28.3.2007 kl. 17:29

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já þetta var svoldið skondið með úlpuna, hún var ekkert smá ákveðin. Hún vildi bara bláa úlpu.  Þetta er eina stelpan og ég vildi auðivtað hafa hana í sætri rauðri  "stelpu" úlpu.  En vitið þið hvað, hún er svo mikil dúlla í þessari bláu að ég vildi ekki skipta á henni og neinni annarri úlpu ehheh svona getur maður verið ferkantaður

Sædís Ósk Harðardóttir, 28.3.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Flengja strákinn bara með sópnum og láta hann sópa..með góðu..eða illu

Brynja Hjaltadóttir, 28.3.2007 kl. 19:27

5 identicon

ég hef sópað alla mína hunds og kattatíð.

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:58

6 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Sko minn mann, duglegur Reynir minn ég ætti að spjalla við mömmu þína og spyrja hvaða brögðum hún hafi beitt.

Sædís Ósk Harðardóttir, 28.3.2007 kl. 23:00

7 identicon

Hrós var það sem virkaði og virkar enn.. Hrós er besta vopnið.

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 23:12

8 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já það er alveg satt og það gildir í uppeldi eins og öllum öðrum samskiptum.  Hrós er mjög mikilvægt vopn í allri baráttu:)

Sædís Ósk Harðardóttir, 28.3.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband