Mismunun í þjóðfélaginu

Það að fara til tannlæknis eru orðin forréttindi og ákvðeinn lúxus og munaður okkar þjóðfélagi sem er hræðileg staða.  Börn búa við mismunandi heimilisaðstæður og sum búa við fátækt þrátt fyrir að ónefndur þingmaður haldi öðru fram.  Hér á landi er tannlæknaþjónusta mjög dýr og ekki niðurgreidd nema að hluta og þá bara fyrir börn.  Það er líka misjafnt hversu mikil niðurgreiðslan er eftir því hvaða tannlæknis farið er til.  Það að tannlæknaþjónusta skuli ekki vera kostuð að ríkinu líkt og önnur læknisþjónusta s.s ef maður fær kvef eða hita, brotnar, eða bara hvaða læknisþjónusta sem er þá þarf bara að greiða litið komugjald eða smá rannsóknargjald. Þetta er  mjög slæmt og tel ég að ástæða aukningar í tannskemmdum sé að hluta til því um að kenna.  Vissulega hefur gosdrykkja og sykurneysla aukist til muna og hefur þar af leiðandi mikil áhrif.  En það á ekki að líðast í okkar þjóðfélagi sem við leyfum okkur að kalla velferðaþjóðfélag að foreldrar hafi ekki tök á að senda börnin sín til tannlæknis. Í nágrannalöndum okkar sumum er tannlæknaþjónusta inni í skólahjúkrun og þar fer fram eftirlit og þá væntanlega viðgerðir líka sé þess þörf.  Það væri kannski sniðug lausn að koma á skólatannlæknum sem börn færu reglulega til og þá þeim og þeirra fjölskyldum að kostnaðarlausu.


mbl.is Skemmdir í 16 af 20 tönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband