Höfum við efni á að fá Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokk aftur við völd? NEI við höfum það ekki.

Í fjölda ára sátu hér tveir flokkar við völd, það voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Hvert leiddi það okkur? Það leiddu okkur á þann stað sem við flest munum eftir. Hugsum til baka til haustsins 2008, hvernig var staðan þá í íslensku þjóðfélagi?

Nú spyr Vilhjálmur Bjarnason hvort við höfum efni á að fá framsókn við völd og hann talar um syndir þeirra. Vissulega eru syndir Framsóknarmanna miklar, en á ekki Sjálfstæðisflokkur mikinn þátt í þeim.

Það þarf að tengja sama orsök og afleiðingu. Hrunið kom ekki út af engu.


mbl.is „Syndir framsóknarmanna eru stórar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Helmingaskiptaklúbbar og ógæfan situr eftir í hverju skófari.

Vandræðamenn sem nota stjórnmál til ábata fyrir einkavini.

Árni Gunnarsson, 13.4.2013 kl. 14:22

2 identicon

Fólk sem ennþá trúir að bankahrunið sé verk Sjálfstæðis eða Frammsókanarmanna, þarf að fara að vakna.

Alls staðar í heiminum varð hrun. Hrunið var engum einum að kenna. ( þótt Samfylking og VG hafi sótt Geir Harde til saka!)

Hrunið var samspil vitlausra útlána um allan heim. Það er staðreynd ! Það tóku allir þátt í þessari veislu.

Það held ég að hafi heyrst væl, ef ríkistjórnir hefðu stoppað að fólk gæti fjárfest og tekið stór lán á árunum 2002-2008.

Það er svo auðvelt að vera vitur eftirá.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 15:41

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jú, svona er þetta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2013 kl. 17:49

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú ert bara bullukollur Birgi Guðjónsson og heilaþveginn upp úr hugmyndafræðilegum grautardalli. Hrunið Var engum einum að kenna af því það voru nógu margir nógu siðlausir til að búa til bóluhagkerfi þar sem fjármunir voru búnir til úr brellum með því að selja tölur sem aldrei höfðu verið verðmæti og ekkert var á bak við - fyrir peninga. Og síðan voru þessir peningar - sem aular höfðu tekið að láni - hirtir af siðleysingjunum.

Síðan voru nægilega margir heimskingjar í stjórnmálastétt - útbelgdir af hugmyndafræði frjálshyggjunnar - sem skelltu skollaeyrum við öllum að vörunum, enda trúðu þeir - heimsku sinnar vegna að keisarinn allsberi væri í tignarklæðum.

Og þessir umræddu heimskingjar voru ráðherrar D og B sem seldu ríkisbankana án þess að hirða um hvort kaupendurnir ættu fyrir þeim, án þess að hirða um hvaðan þeir peningar kæmu og án þess að hirða um hvort kaupverðið innheimtist.

Það voru fjölmargir bæði innlendir og erlendir álitsgjafar sem voru vitrir á réttum tíma, sáu í hvað stefndi og vöruðu við, en heimskingjarnir Geir, Davíð, Ingibjörg S. og fjölmargir ámóta hlógu bara að þeim. Manstu hver var að vara Alþingi við úr ræðustól og manstu hver viðbrögð fjármálaráðherrans voru? "Sjáiði ekki veisluna drengir"?

Hrunið var þeim frjálshyggjuaulum að kenna sem trúðu því að markaðurinn yrði sjálfstætt náttúruafl ef hann fengi að vera óáreittur og leiðrétta sig sjálfur.

Meðal annara orða; hver forritaði þig Birgir minn?

Það var rituð skýrsla um þetta í níu bindum Birgir. Undarlegt að þú skulir ekki hafa frétt af henni?

Árni Gunnarsson, 14.4.2013 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband