Það er ekki sama hverjir eiga í hlut.

Var það í gær eða laugardaginn þegar Guðríður kom fram með mikilli hneikslan á að Y listinn skyldi ætla að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda? Svo er hún komin í þau spor núna.

Ekki það að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi sé eitthvað verri en Samfylkingin, þetta kemur bara frekar kjánalega út hjá henni.


mbl.is Ræddu samstarf við D-lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi hafði Y listinn annan valkost en að leiða Sjálfstæðiflokkinn til valda. Það hefur Samfylkingin ekki í dag meðan bæði Y og X listinn hafa hlaupist undan merkjum og virðast ekki vilja starfa með neinum.

Í öðru lagi þá væri Sjálfstæðiflokkurinn mun sterkari í samvinnu við tvo eins manns lista heldur en í meirihluta með Samfylkingu og VG sem leggja þá til jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðifslokkurinn. Í þeim meirihluta hefur engin bæjarfulltrúa oddaatkvæði eins og væri í meirihluta með eins manns flokkunum og þar með eru áhrif Gunnars Birgissonar minni en í samstarfi þar sem allir bæjarfulltrúar meirihlutans hafa oddaatkvæði.

Þessu er því ólíkt saman að jafna. Það er frumskylda og ábrð þeirra sem hafa tekist á hendur að vera bæjarfulltrúra að gera það sem þeir geta til að starfhæfur meirihluti sé til staðar í bæjarstjórn. Undan því skorast ekki fulltrúar Samfylkingarinnar þó það krefjist þess að þeir vinni með mönnum sem ekki eru efstir á óskalistanum sem samstarfsaðilar. Það getur hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Kópavog ef málefni bæjarins eru látinn reka á reiðanum í langan tíma með engan skýran meirihluta. Skuldastaða bæjarins og erfið mál sem taka þarf á kalla á sterkan starfhæfan meirihluta.

Sigurður M Grétarsson, 24.1.2012 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband