Síðan á laugardaginn í Árborg

Íbúafundur um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Sveitarfélagið Árborg boðar til opins íbúafundar um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna tillagna í frumvarpi til fjárlaga um mikla lækkun á rekstrarframlögum til stofnunarinnar.
Fundurinn verður haldinn í Fjallasal í Sunnulækjarskóla laugardaginn 9. október n.k. kl. 14:00. Íbúar eru hvattir til að mæta.
Sveitarfélagið Árborg

mbl.is Borgarafundir á fjórum stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heril og sæl; Sædís Ósk, æfinlega !

Megi ykkur; í Selfosskaupstað og hjáleigum (Eyrarbakka - Stokkseyrar og Sandvíkur hreppum), vel ganga, á fundi þeim - og gefið helvízkum skriffinnunum sunnan úr Reykjavík, ekkert eftir, í orðræðunni.

Það er einungis; verið að hygla gæludýrum flokkanna, suður í Reykjavík, á kostnað landsbyggðarinnar, og eitt skýrasta dæmið, er fyrirhuguð ''fjölmiðla- stofa'', áhuga verkefni Katrínar Jakobsdóttur, upp á 25 manns (í byrjun), sem kosta mun 38 - 40 Milljónir króna, í startinu. Einskonar STASI fyrirkomulag, að Austur- Þýzkri fyrirmynd.

Endilega; láttu þetta atriði, fram koma, á fundinum, sitjir þú hann, Sædís Ósk.

Með beztu kveðjum; niður á Bakka /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 12:22

2 identicon

Afsakaðu; ambögur í stafsetningu, sums staðar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 12:24

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég mæti

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2010 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband