Hversu lágt getur þessi ríkisstjórn lagst?

Það er orðið ljóst að bætur til öryrkja og aldraða munu ekki hækka á nýju ári, þrátt fyrir himinháar hækkanir á matvælum, húsnæði, raforku og hita svo dæmi sé tekið.

Barnabætur og vaxtabætur verða skertar.

Og nú bætist þetta við að fæðingarorlof verður skert á næsta ári. Hversu langt á að seilast í vasa almennings til þess að borga fyrir hrunið? Er það stefna ríkisstjórnarinnar að hér verði ólíft og óbú

Ég lít svo á að skilaboð ríkisstjórnarinnar til fólksins í landinu séu þau að

Ekki veikjast, ekki eignast börn, ekki verða gamalmenni, ekki slasast og verða óvinnufær og þurfa að fara á bætur, ekki gera kröfur um þá almennu þjónustu sem þú hefur hingað til borgað skatta og gjöld til að standa straum af.

Ekki vera til


mbl.is Fæðingarorlof skert á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já,

Flott hvernig hægt er að ræna alls konar tryggingasjóði að innan.  Frábært hvernig á þessum árum fyrir hrun var hægt að borga sjálfum sér nokkrar milljónir í mánaðaralaun í takmarkaðan tíma auðvitað, fall alltaf í vændum þegar slíkt á sér stað, og svo fara í fæðingarorlof og rænar innistæðum meðalmannsins.  'only in Iceland' gæti slíkt hafa gerst.  Þetta eru hreint ótrúlegustu tímar.  Það er eins og allir Íslendingar voru uppdópaðir með einvherju á þessum árum fyrir hrun.  

Jonsi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 01:53

2 Smámynd: kallpungur

You ain't seen nothing yet. Svo vitnað sé í orfæri fyrri ára. Þau geta lagst enn lægra, þau eru ekki einu sinni komin á hnén. Fólk af þessu tæi er óútreiknanlegt í gjörðu enda hugmyndasnautt og óhagganlegt kreddu trú sinni. Þessi stjórn á eftir að lengja í kreppunni í stað þess að draga okkur upp úr henni. Það þarf að skapa tækifæri til atvinnusköpunar ekki hlaða upp nýjum ríkis apparötum. Auk þess sem lántökurnar og skattpíningin á eftir að auka á vandann ekki leysa hann.

kallpungur, 3.10.2010 kl. 02:16

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Það er nokkuð rétt kallpungur.

Við getum ekki farið aftur í torfkofann, það er of mikil þekking í landinu til að þetta þurfi að fara svona. 

Afhverju má ekki nota það fólk sem hefur þekkingu, reynslu og menntun til að ráðleggja ríkisstjórninni ?????

Mér er bara spurn.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 4.10.2010 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband