25.1.2007 | 22:36
Margt að gerast
Já það er mikið í gangi þessa dagana bæði hjá mér persónulega og í vinnu og félagsstarfinu. Ég var á fundi í íþrótta og tómstundanefnd í dag. Fundurinn var haldinn í félagsmiðstöðinni Zelsíus. Gréta sem er þar forstöðukona fór í gegnum starfsemina með okkur og mikið er það gott starf sem hún og hennar starfsfólk er að vinna þarna með krökkunum. Mjög jákvætt og getum við verið ánægð með það.
Ég sat og fylgist með umræðu bæjarstjórnar í gær um fjárlagafrumvarp 2007, þar sem fram fór fyrri umræða. Seinni umræða fer fram eftir viku. Maður er hálf orðlaus yfir því hversu vitlaust er gefið í fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélögin eru svo fjársvelt að þau hafa varla bolmang mörg hver til að standa undir lögbundum skyldum sínum sem er alveg sorglegt. Hér þarf eitthvað að gerast og það sem fyrst. Væri rétt gefið gætum við staðið við kosningarloforð okkar um gjaldfrjálsan leikskóla, frían grunnskóla og félagsþjónustu. Þegar lög um einkahlutafélög var breytt þá misstu sveitarfélögin stóran hluta af skatttekjum sínum. vonandi verða breytingar í vor þegar VG komast í ríkisstjórn.
Prófkjör framsóknarmanna var um síðustu helgi og báru þar sigur af hólmi Guðni og Bjarni Harðarson. Tveir karlar í efstu sætum. Það er þá bara einn listi sem líklegur er að koma konu inn á þing fyrir Suðurkjördæmi og það er VG.
Leikurinn við Póland fór ekki sem skyldi en við sjáum hvað setur á sunnudaginn
Hafið það sem allra best
Sædís
Athugasemdir
góða helgi
Ólafur fannberg, 26.1.2007 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.