Hvað með fulltrúa neytenda

Það kemur reyndar ekki fram í fréttinni, en ég vona að menn hafi haft vit á því að hafa fulltrúa neytenda líka með á þessum fundi. Málið snýst um dóm sem féll í hæstarétti um ólögmæt viðskipti fjármálastofnanna. Ef þeir sem dæmdir eru sekir eiga að fá að hafa puttana í því hvernig leysa ber úr þeirra málum, þá erum við á verri stað en ég hélt við værum.

Málið er ekki flókið, lánin eru ólögleg, stunduð hafa verið glæpaviðskipti sem eiga að leiðréttast!


mbl.is Fundað um áhrif dóma og óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Menn hafa vitað lendi að þessi lán voru ólögleg. En er einhver að koma þessum lagabrjótum refsingar. Nei nei. það er einungis fundað með þeim og reynt að leita e-h lausna vegna þeirra gerða.

Eggert Guðmundsson, 23.6.2010 kl. 10:57

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvar er lögreglan? Allir á Austurvöll þann 24 Júní þegar stjórnvöld kynna björgunarpakka til handa heimilum þessa lands látum stjórnvöld vita af okkur og fylgjum réttlætinu eftir!

                                                         Lifi lýðræðið!

Sigurður Haraldsson, 23.6.2010 kl. 12:19

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nei, það er ekki þörf á fulltrúum neytenda.  Þeir gætu eyðilagt stemmninguna í hópnum.

Marinó G. Njálsson, 23.6.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband