Svei þér Össur!!!!

Mér finnst mjög lúalegt af þér að kalla þetta "Heilladag" í dag er þjóðhátíðardagur Íslendinga, þar sem að þjóðin fagnar því að hér voru menn sem börðust fyrir sjálfstæði þessarar þjóðar, menn sem lögðu sig alla fram til að berjast fyrir þjóð vora.

Í dag kemur þú fram og segir það heilladag að aðildarviðræður við Evrópusambandið hafi verið samþykktar!

Væri ekki nær að hætta við þennan fígúruhátt og nota þetta stórfé sem þetta ferli mun kosta þjóð þína í eitthvað skynsamlegra s.s. félagsleg úrræði, atvinnusköpun, heilbrigðisþjónustu, draga úr niðurskurði til menntamála og svona mætti lengi telja!

Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki fara í þessar viðræður og vill ekki ganga í Evrórpusambandið, en þið hlustið ekki á þjóðina frekar en fyrri daginn, líklega enn föst í þeim hugsanargangi að við sem hér búum séum ekki þjóðin.

Ég hvet ykkur til að hætta þessum skrípaleik og draga þetta til baka áður en þetta verður okkur enn dýrara! Einbeitið ykkur frekar að því að sinna því sem þjóðin þarf á að halda sem er að hefja hér atvinnuuppbyggingu, vinna að skjaldborginni frægu sem alltaf er verið að tala um en því miður lítið gerst í og koma hér höndum yfir þá sem komu landinu á kaldan klakann!!!


mbl.is „Heilladagur fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Þetta er maður sem er búinn að setja nokkur fiskræktunar fyrirtæki á hausinn og þrætt svo fyrir allt saman. Það hefur semsagt verið bara genereal prufa hjá honum, nú er komið að lýðveldinu Íslandi.

Svei þessu fífli.

Heimir Tómasson, 17.6.2010 kl. 22:56

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel og skörulega mælt, Sædís Ósk. – Kærar þakkir.

Jón Valur Jensson, 17.6.2010 kl. 23:15

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Össur Skarphéðinsson er ómerkilegasta drusla dagsins.  Jóhanna hefði reyndar átt að vera það en hún hefur ekki hálft vit á við flónið og er þá háf vit með talið.  Fláráður Sigfússon er þó sveppurinn sem allt eitrar.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.6.2010 kl. 00:03

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það held ég að Silvio Berslusconi  sé glaður í dag. Ítalir eru gríðarlega valdamiklir innan ESB og "njóta" leiðsagnar mafíuleiðtogans Berlusconi .

Fjöldi þingmanna í ESB fer eftir fólksfjölda aðildarlandanna, Finnar Svíar og Danir með sínar ca. 20 milljónir íbúa hafa ekkert að gera í ítala með um 60 milljónir manns. Svo að verði framtíðarsýn Össurar og Jóhönnu að veruleika skulum við búa okkur undir valdatafl alvöru mafíósa sem láta Björgólfa og Baugsfeðga blikna í samanburði. You ain´t seen nothing yet

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.6.2010 kl. 01:07

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Össur hlustaði ekki á mig þegar ég bað hann um að láta okkur ráða þegar um mikilvæg málefni væri að ræða því er okkur skylt að henda honum út úr alþingi hann er landráðamaður og óforsvifin að kasta þessu fram á afmælisdag frelsishetju okkar Jóns Sigurðssonar.

Nú verðum við að taka til á alþingi við höfum til þess ár af því liðnu skulum við fagna lýðræðinu sem við vonandi náum að endurvekja á 200 afmælisdeigi Jóns Sigurðssonar 

Sigurður Haraldsson, 18.6.2010 kl. 02:29

6 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já það er fullgrunnt tekið í árin að segja að þessi maður búi í fílabeinsturni.  Og endemis ósvífni að við skulum fá þetta í hausinn á þjóðhátíðardaginn (jafnvel þótt að það hafi nú ekki verið að hans undirlagi).  Þetta er ÓHEILLADAGUR fyrir Ísland nema við snúum vörn í sókn og losum okkur undan þessari umsókn hið snarasta.

Ragnar Kristján Gestsson, 18.6.2010 kl. 07:12

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér stelpa.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.6.2010 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband