Höfuðborgarferð

Já mín bara fór í borgina í gær0 Reyndar var ástæða fyrir þvi þar sem ég þurfti að fara með Jóhannes þangað. Þar sem við áttum að mæta snemma og veðrið gat orðið alla vega og bíllinn á felgunni og ég nennti ekki að standa í því í bruna gaddi og á hælaháum skóm að fara að moka hann úr hlaðinu og pumpa í hann því ákvað ég nú að vera skynsöm og skilja bílinn eftir heima fá far með Eggerti og Jóa þar sem Jóhannes var nú með þeim líka0 og svo ætlaði ég bara að vera svo klár og taka rútuna heim0  Allt í lagi með það, til læknisins var haldið og svo þegar á umferðamiðstöðina var komið fór ég að kaupa farmiðana0 og hvað haldið þið, það kostar rúmar 2000 kr. fyrir mig og barn að fara á milli Reykjavíkur og Selfoss með rútu.  Ekki það að þetta sé endilega sú upphæðin en bara það að keyra á bíl á milli kostar ekki svona mikið0 Mér finnst þetta skrýtið og er ekki góður valkostur fyrir fólk sem vill notfæra sér þennan möguleika. Fyrir utan það hvað það tekur langan tíma að komast á milli staða svona.  Ef fleiri myndu ferðast með rútum myndi fækka bílum i umferðinni, slit á vegum og mengun mundu minnka. Slysahætta minnka þannig að þetta er augljós kostur en fyrir fólk sem þarf að fara nokkrar ferðir í viku og báðar ferðirnar0 er þetta svoldið dýrt. 

En þetta er nú ekki allt, þegar í rútuna er komið kom í ljós að þetta var lítill kálfur.  Ég ákvað að gera bara gott úr þessu og Johannes ætlaði bara að leggja sig og ég að reyna að lesa aðeins í lesefninu mínu góða0 en þá voru þrengslin frekar mikil að hann gat ekkert sofnað og ég gat ekki lesið því það var svo mikið brak og brestir í rútuinni og tvær konur fyrir aftan mig sem töluðu út í eitt0 þannig að það var hvorki lesið né sofið.  Við enduðum bara þá að fara í orðaleik til að stytta okkur stundir.  Svo var keyrt af stað, ok allt í lagi með það, en bílstjórinn fór þær lengstu leiðir sem hann fann út úr bænum0 skil ekki hvers vegna og stoppaði ansi oft að mínu mati, þannig að þarna var ég föst í rútu sem keyrði einhverjar leiðir sem ég var ekki sátt við og ég gat ekkert gert í því0 úff hvað það var erfitt.  En svo komum við út úr bænum og þá var auðvitað komið við í Hveragerði sem er svo sem ok.  Þegar við komum á Selfoss fékk ég Sigrúnu vinkonu sem loksins er komin frá Kanarý þvílíkt brún og sæt til að sækja mig0 oh hvað var gott að sjá hana aftur því ég er búin að vera hálf vængbrotin undanfarnar tvær vikur og vera í hálfgerðu lamaslessi með mig og mín mál. Ég var svo hjá henni allan daginn, við skruppum á bakkann til að sækja hinn hlutann af börnunum mínum og svo töluðum við saman allan daginn og það varla dugðiWink

Þannig að ég held ég fari framvegis á mínum bíl mínar leiðir og láti þessar rútur eiga sig að svo stöddu.Shocking

kveð að sinni

knús SædísWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvittun

Ólafur fannberg, 12.1.2007 kl. 21:02

2 identicon

Já, þetta er nú ekki til þess að hvetja fólk til að ferðast með þessum öskubílum...  og allur sá tími sem fer í að fara með þessu omg. 

þetta er svo sem ekki beisinn rekstur heldur. 

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 21:34

3 identicon

Já, þetta er nú ekki til þess að hvetja fólk til að ferðast með þessum öskubílum...  og allur sá tími sem fer í að fara með þessu omg. 

þetta er svo sem ekki beisinn rekstur heldur. 

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband