25.7.2010 | 21:14
Algjörlega sammála HH
Og ég held að hagsmunasamtökin séu ekki þau einu sem furði sig á þessum "dómi"
Nú er bara að treysta á Hæstarétt, að hann dæmi rétt í þessu máli og láti ekki ríkisstjórnina og aðra hræða sig.
Furða sig á gengisdómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2010 | 11:53
Hræðsluáróðurinn er að virka hjá ríkisvaldinu!
Þetta er að hafast hjá ríkisstjórninni, hræðsluáróðurinn er að virka!
Um leið og eitthvað jákvætt lítur að hag almennings í þessu landi þá er öllu snúið á hvolf til þess að geta hjálpað auðvaldinu og fjármálastofnunum til þess að verða nú ekki af einni krónu!
Fallist á rök Lýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2010 | 10:49
Nú tjáir fjármálaeftirlitið sig!
Síðan 2001 hefur það verið vitað að þessi lán væru ólögleg en allan þann tíma gerði fjármálaeftirlitið ekki neitt.
Nú koma þeir fram ásamt seðlabankastjóra og tala um almannahagsmuni!!!!!
Hvar voru þessir almannahagsmunir þegar þessi glæpafyrirtæki blóðmjólkuðu þjóðina?
Hvernig stendur á því að það sé hlutverk þessa stofnanna að leysa glæpamenn úr snörunni?
Hvenær verða næstu mótmæli fyrir utan seðlabankann? æ nei nú er víst enginn Davíð til að reka út, þá þarf ekkert að mótmæla þar. EÐA HVAÐ? Nú þarf fólkið að taka sig saman og standa saman sem einn maður og láta skoðanir sínar í ljós!
Segir hvatt til lögbrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.6.2010 | 10:38
Hvað með fulltrúa neytenda
Það kemur reyndar ekki fram í fréttinni, en ég vona að menn hafi haft vit á því að hafa fulltrúa neytenda líka með á þessum fundi. Málið snýst um dóm sem féll í hæstarétti um ólögmæt viðskipti fjármálastofnanna. Ef þeir sem dæmdir eru sekir eiga að fá að hafa puttana í því hvernig leysa ber úr þeirra málum, þá erum við á verri stað en ég hélt við værum.
Málið er ekki flókið, lánin eru ólögleg, stunduð hafa verið glæpaviðskipti sem eiga að leiðréttast!
Fundað um áhrif dóma og óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.6.2010 | 09:56
Mörður...
Það er ekki verið að tala um að fólk ætli ekki að borga sínar skuldir!
Það er verið að tala um að þessi lán sem voru veitt eru ólögleg, þarna fór fram ólöglegur gjörningur þar sem fólk var oft á tíðum blekkt til að taka lán í erlendri mynnt, grandalaust fólk sem taldi sig vera að eiga í viðskiptum við siðaða einstaklinga. En því fór fjarri og þessu glæpaliði ( fjármögnunarfyrirtækjunum) ætlar þú að standa vörð um Mörður!
Lánin sem fólkið tók margfaldaðist og greiðslubyrgðin margfaldaðist!
Það er ekki hægt að breyta skilmálum eftir á, þ.e setja á lán verðtryggingu sem ekki var á þegar fólk skrifaði undir sinn samning.
Fjármögnunarfyrirtækin hafa vitað það frá því 2001 að þessi lán voru ólögleg, samt var haldið áfram fram í rauðan dauðann að koma þessum lánum á grandalaust fólkið í landinu!
Nú er það ykkar þingmanna að standa með ykkar þjóð, nú er komið að því að standa við loforðin um skjaldborgina. Nú reynir á hversu miklir menn þið eruð, eða hvort þið eruð bara undir hælnum á fjármögnunarfyrirtækjunum.
Vill verðtryggingu á lánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.6.2010 | 11:58
Samtök fjármálafyrirtækja vissu fyrir níu árum að gengistryggðu lánin voru ólögleg
Athyglisverð frétt inni á Eyjunni frá því í mars 2010
Hvers vegna ætti fólk núna að fara að semja við þessi glæpafyrirtæki, ekki hafa þau komið svo fallega fram við fólkið í landinu!
Varar við aðkomu stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2010 | 10:18
Flott hjá Jóni:)
Glæsilegur árangur borgarstjóra, hann fékk þá lax en ekki lúðu eins og hann var sjálfur búinn að spá
Borgarstjóri veiddi lax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2010 | 10:45
Þetta er engin óvissa!!
Þetta þarf ekki að vera svona flókið, málið er einfalt! Hæstiréttur hefur dæmt þessi lán ógild og þar við situr. Það er ekki hægt að breyta ákvæðum eða vöxtum eftir því sem að hentar fjármálastofnunum.
Skv. lögum eru gegnistryggð lán ólögmæt og því verður ekki breytt eftir á. Hvert fjármögnunarfyrirtæki hefur sjálfsagt verið með breytilega vexti á sínum lánum og þá eiga að gilda þeir vextir sem reiknuðust við hver mánaðarmót.
Síðan hvort ríkið eða lögfræðingar fjármálafyrirtækjanna séu ábyrg er síðari tíma mál, núna ríður á að almenningur fái lausn sinna mála, síðan geta ríkið og fjármálafyrirtækin gert það upp sín á milli hver ber ábyrgð á þessu klúðri, hver ber ábyrgð á að hafa ekki haft efirlit, eða ekki lesið lagabókstafinn.
Bíða enn í óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2010 | 22:33
Svei þér Össur!!!!
Mér finnst mjög lúalegt af þér að kalla þetta "Heilladag" í dag er þjóðhátíðardagur Íslendinga, þar sem að þjóðin fagnar því að hér voru menn sem börðust fyrir sjálfstæði þessarar þjóðar, menn sem lögðu sig alla fram til að berjast fyrir þjóð vora.
Í dag kemur þú fram og segir það heilladag að aðildarviðræður við Evrópusambandið hafi verið samþykktar!
Væri ekki nær að hætta við þennan fígúruhátt og nota þetta stórfé sem þetta ferli mun kosta þjóð þína í eitthvað skynsamlegra s.s. félagsleg úrræði, atvinnusköpun, heilbrigðisþjónustu, draga úr niðurskurði til menntamála og svona mætti lengi telja!
Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki fara í þessar viðræður og vill ekki ganga í Evrórpusambandið, en þið hlustið ekki á þjóðina frekar en fyrri daginn, líklega enn föst í þeim hugsanargangi að við sem hér búum séum ekki þjóðin.
Ég hvet ykkur til að hætta þessum skrípaleik og draga þetta til baka áður en þetta verður okkur enn dýrara! Einbeitið ykkur frekar að því að sinna því sem þjóðin þarf á að halda sem er að hefja hér atvinnuuppbyggingu, vinna að skjaldborginni frægu sem alltaf er verið að tala um en því miður lítið gerst í og koma hér höndum yfir þá sem komu landinu á kaldan klakann!!!
Heilladagur fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.6.2010 | 09:33
Ég skora á þingmenn Vg að samþykkja þessa þingsályktunartillögu Unnar
Nú er tími fyrir Vg að standa við það sem ég og margir aðrir stuðningsmenn Vg "akiteruðum" fyrir í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 2009. Það var það að Vg ætlaði sér ekki í Evrópusambandið. Talning atkvæða eftir þessa kosningar voru varla fyrr búnar en að þetta loforð var svikið, farið skyldi í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Fleiri milljónum skyldi kasta í þetta gæluverkefni Samfylkingarinnar, sem Vg menn taka þátt í. Milljónum sem betur væri varið í að t.d halda sjúkrahússplássum opnum, setja meira fjármagn í SÁÁ eða aðra staði sem vinna með unga fíkla og svona mætti lengi telja.
Mín orð og margra annarra voru að engu gerð og þar með talinn trúverðugleiki okkar!
Nú er tími til leiðréttinga og standa við flokkssamþykktir!
Samþykkið þessa góðu tillögu Unnar.
Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)