1. desember

Já þá er kominn 1. desember.  Litla prinsessan mín er 6 ára í dag.  Hér var haldin heljarinnar afmælisveisla í dag fyrir skólafélaga og var um það bil 25 krakkar hér í pizzuáti, leikjum og húllum hæ í dag.  Rosa stuð og fékk ég sem betur fer aðstoð hjá góðu fólkiSmile  Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt, 6 ár frá því að þessi unga dama kom í heiminn. Hún átti reyndar að koma skv. mælingum um miðjan nóvember en eitthvað hefur desember freistað betur og kom hún rétt eftir miðnætti þann 1.  Hún er líka ferlega ánægð með það að hún og Jesús eigi sama mánuð sem afmælismánuð.

Ég gerði mér svo lítið fyrir og fór að jólast aðeins í gær. Fór inn í Húsasmiðju og þá var ég næstum fallin fyrir öllu þessu æðislega fallega jóladóti sem þar er komin, ljósin vá og vá og eg var næstum búin að kaupa fulltCrying  Ég kíkti aðeins á mitt og sá þar yndislega hamingjuamar STÓRAR flækjur ofan í poka í kassa.  Hvenær ætla ég að læra að ganga betur frá þessum seríum??? þær enda alltaf í einni flækju eftir hver jólShocking  kannski hefur þetta eitthvað með mig og mitt skipulag að gera.

En mín fór í vigtun í danska á fimmtudaginn, nú eru farin 12,3 kíló. Ég hélt svo sannarlega upp á það með því að fara með strolluna á MCdonalds.  í dag var svo pizzuveisla í afmælnu þannig að ég er ekki viss um að vigtin verði svona jákvæð næstCrying en það er bara að taka á því á mánudaginn.

Á morgun er nefnilega kökuboð fyrir dömuna, þá verður fjölskylduboðið með öllu því tilheyrandi..... nóg að gera svo sem.

jæja best að fara að kíkja smá á jóladótið, lesa og hugleiða smá kannski fyrir svefninn

Guð gefi ykkur góða nótt

knús Sædís flækjufótur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband