Skólaþing sveitarfélaga

Var á Hilton hóteli í dag á skólaþingi sambandi ísl. sveitarfélaga fyrir leikskólanefnd.  Mjög áhugavert þing þar sem farið var t.d yfir breytingarnar sem eiga að fara að verða á lögum um leikskóla og grunnksóla. http://www.althingi.is/altext/135/s/0321.html og http://www.althingi.is/altext/135/s/0319.html  Það er margt mjög gott í þessum frumvörpum sem svo sannarlega á eftir að hafa góð áhrif á skóla- og leikskólastarf í landinu.  En það er líka mjög mikilvægt að gæta þess að fé fylgi.  Það að ríkið sé að færa frekari verkefni og auka kröfur á sveitarfélögin hlýtur að fela í sér breytingar á tekjustofnum.  Mikilvægt er að færa til tekjustofna til sveitarfélaganna svo þau geti staðið undir auknum kostnaði.

Þetta var mjög gott þing, farið var yfir komandi kjarsamninga, pallborðsumræður og umræður á borðum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt. Vonandi get ég hitt ykkur 17.des. kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband