Hva hver þúsundkall skiptir nú engu.....

Ég reyni að fylgjast vel með fréttum,  kemst ekki alltaf í að skoða allt sem ég vil skoða.  Ég heyrði í gær eitthvað um að forsætisráðherra hafi enn eina ferðina látið eitthvað út úr sér.  Ég get svarið það ég hélt að þetta hlyti að hafa verið grín.  En nei svo er víst ekki.   Á morgunvaktinni var þessi hái herra í viðtali og vogar sér að láta þetta út úr sér um umræðu um hækkun skattleysismarka::

"Ýmsir frambjóðendur...gera sér ekki grein fyrir því hvað hver þúsundkall munar miklu fyrir ríkissjóð en litlu fyrir hvern einstakling."                         

Ég er ekkert smá reið og hneiksluð að maðurinn hafi vogað sér að segja þetta.  Hvað eru ekki margir íbúar þessa lands sem einmitt  EINN ÞÚSUNDKALL  skiptir bara heilmiklu máli, fólk sem t.d er búið með þann litla pening sem það hafið til umráða þann mánuðinn, þarf að kaupa t.d mjólk handa ungabarninnu, hjartasjúklingurinn sem þarf að leysa út lyfið sitt eða bara hver sem er.

Einnig talaði hann um að hækkun skattleysismarka væri ómarkviss aðgerð til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það fengju nefnilega allir bætt kjör.    Sem er alveg rétt því það fá allir jafn mörgum þúsundköllum meira þegar skattleysismörkin eru hækkuð.  HALLÓ er það ekki það sem við viljum bæta kjör allra ekki bara ríkra?

Þegar skattprósentan er lækkuð fá hins vegar alls ekki allir jafn marga þúsundkalla í sinn hlut. Sá sem er með milljón  á mánuði hagnast 10 sinnum meira en sá sem hefur 100.000 á mánuði. Skattalækkanir Geirs núna að undanförnu hafa líklega verið markviss aðgerð að hálfu fráfarandi ríkisstjórnar til að bæta kjör hinna hæst launuðu. Auka bilið á milli ríka og fátækra.

Og ég hreinlega trúi því ekki að fólk vilji kjósa þennan hugsunarhátt áfram í okkar landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þetta er ótrúlegt hvernig hann er, ekki nema von að þeir haldi honum sem mest heima.

Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 07:32

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já þetta er ekki í lagi og við verðum Tommi að vona að það komi hér sterk vinstri stjórn.....

Sædís Ósk Harðardóttir, 25.4.2007 kl. 07:33

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já ég hjó eimitt eftir þessu.  Svona er að búa í silkifóðruðum fílabeinsturni.  Þetta er álíka óheppilegt hjá honum eins og þú mannst með "sætustu stelpuna".

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband