Strætó:)

Þá eru almenningssamgöngur hafnar hér í Árborg.  Fyrsta ferðin fór hér um í morgun.  Þetta eru merk tímamót og jafnar að vissu leiti stöðu íbúa í sveitarfélgainu.  Á heimasíðu Árborgar er eftirfarandi að finna:

Frá og með miðvikudeginum 23. janúar n.k. býður Sveitarfélagið Árborg upp á ókeypis almenningssamgöngur milli Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss.

Eknar verða sex ferðir á dag, auk þess sem þrjár áætlunarferðir Þingvallaleiðar ehf., sem tengjast áætlunarferðum við Reykjavík, eru fléttaðar inn í áætlunina, í þeim ferðum er þó um að ræða aðra akstursleið innan þéttbýliskjarnanna. Alls verða því farnar níu ferðir á dag á milli staðanna. Leiðakorti og tímaáætlun verður dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Árborg þriðjudaginn 22. janúar.

Stoppistöðvar verða merktar sérstaklega með skiltum. Af óviðráðanlegum ástæðum hefur ekki tekist að koma merkingum upp, en vonast er til þess að það takist í vikulokin. Stoppistöðvar eru merktar inn á leiðakortið, auk  þess sem sjá má lista yfir þær á heimasíðu sveitarfélagsins, http://www.arborg.is/upplýsingar/Almenningssamgöngur  

Auk þess sem hægt verður að komast á milli þéttbýliskjarnanna verður unnt að fara með vagninum á milli stoppistöðva innanbæjar, s.s. frá Sunnulækjarskóla að íþróttahúsinu Iðu,  frá Stað á Eyrarbakka að Barnaskólanum eða frá Kumbaravogi að Shellskálanum á Stokkseyri, svo dæmi séu nefnd. Brottfarartímar miðast við brottför frá Shellskálanum á Stokkseyri, ÓB á Eyrarbakka og N1 á Selfoss og verða þær stoppistöðvar jafnframt notaðar til tímajöfnunar ef þörf krefur.

Fyrsta ferð á morgnana er frá N1 á Selfossi kl. 06:55 og er áætlað að vagninn sé kominn aftur á Selfoss laust fyrir kl. 08:00 (08:10 við N1). Aksturinn hefst síðan eftir hádegið og er síðasta ferð frá Selfossi kl. 22:15.

Um er að ræða fyrsta skrefið í að byggja upp almenningssamgöngur innan Árborgar og eru íbúar hvattir til að nýta sér þjónustuna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú er bara að vona að nýtingin verði góð og allt gangi upp. 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

já það verður að vera, svo þetta sé komið til að vera.  Ef fólk er ekki að nýta sér þessa þjónustu dettur hún sjálfkrafa niður það gefur augaleið.  En ég er bjartsýn og hef miklar væntingar til þessa og tel þessar ferðir koma til með að hafa góð áhrif á t.d íþróttaiðkun, tómstundaiðkun og fl.

Sædís Ósk Harðardóttir, 23.1.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Mér sýndist í fljótu bragði að vagninn af störndinni sé ekki kominn uppá Selfoss fyrr en 8.10 um morguninn.  Það þýðir að þjónustan hjálpar ekki þeim sem vinna á Selfossi en búa á stöndinni.

k.v

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 23.1.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

hmm....ég meina STRÖNDINNI....:)

Eyjólfur Sturlaugsson, 23.1.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

já hann endar 8.10 á Selfossi og er þá búinn að fara hringinn þannig að einhverji ná fyrir 8 reyndar. En það er satt, kannski væri sniðugt ef hægt væri að koma því við að hann endaði kl. 8.00

Sædís Ósk Harðardóttir, 24.1.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband