Frábær jólafundur VG- frábærir dagar almennt

Fundurinn í kvöld hjá VG Árborg var virkilega góður, virkilega gaman að heyra þá Guðna, Einar Má og Ólaf Pál lesa úr verkum sínum.  Sé ég þarf að fá mér þessar bækur.  Jón og Atli góðir eins og þeirra von er vísa.  Við erum sko ekki svikin af því að vera með þá sem þingmann og bæjarfulltrúa.   það var mjög vel mætt á fundinn og jólaandinn sveif yfir vötnunum. 

Annars er ég bara nokkuð framtaksöm þessa dagana, þrátt fyrir að vera með fyrirmæli frá lækninum að halda mig heima því ég er vist komin með einhverja berkjubólguCrying  ÉG er búin að fara með bílinn í viðgerð og líka að sækja hannLoL  Ég var nú að hugsa um að vera ekkert að sækja hann því lánsbílinn sem ég fékk var alveg eins og minn bíll nema hvað hann var rosalega hreinn og ekkert drasl í honum þannig að ég sá mér þarna leik á borði til að geta verið á hreinum og fínum bílCool  En það kostar nú sitt að eiga bíl og þurfa að lenda með hann á verkstæði..... 55.þús átti dæmið að kosta, en það er ótrúlegt hvað allt samverkar oft til góðs, náunginn á verkstæðinu fann það út að eitthvað af þessu atti að vera í ábyrgð því bíllinn er víst ekkert svo gamall þannig að þetta lækkaði smá svonaSmile yndælis maður.  Nú ég virðist vera öll að koma til því ég dreif mig í því að fara með ofninn upp í Húsasmiðju til að kaupa nýjan alveg eins, mín arkaði inn til píparana og þóttist vera voða sleip í þessu og bað um ofn og hvort ég ætti a koma með þann gamla inn, þarna var þessi myndarlegi maður að afgreiða og hann gat auðvitað ekki hugsað sér að ég færi nú að burðast með hann út og kom því út í bíl og tók málin fyrir mig, voða næs Cool og ég meira að segja búin að fá yndælan vin minn til að setja hann upp fyrir mig því þessir píparar eru víst svo bussy alltaf þannig að þetta er bara allt í áttina hjá mér, hætt að tuða yfir vandræðum mínum og farin að framkvæma bara loksinsCool  Þetta gerist allt þegar maður sleppir tökunum á þessum málum og felur æðri mætti þauSmile  Maður ætti kannski bara að sleppa tökunum í fleiri málumTounge

Nú ég meira að segja skrapp í smástund í bæinn í dag áður en fundurinn byrjaði og verslaði jólagjafirnar eða þær sem voru eftirTounge  Síðan fór ég á smá frænku hitting á cafe bleu þar sem við Adda, Sigrún og Helena hittumst, það var voða gaman.  Eins í gærkvöldi þá vorum við systurnar með systrakvöld, þar sem við hittumst og föndruðum eða skreyttum kertiCool  Í skólanum í dag fórum við 2. og 1. bekkur i heimsókn á álfa og tröllasafnið sem allir höfðu voða gaman af. 

jæja best að fara að sofa

Guð blessi ykkur og gefi ykkur góða drauma

knús Sædís

jæja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf gott að koma sér vel við karlmenn, ótrúlegt hvað þeir eru tilbúnir að gera fyrir bros og mjaðmahnykk. 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, við erum hundheppin sem höfum VG fulltrúa í bæjarstjórnunum okkar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.12.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband